Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 116
Hjörleifur Guttormsson
5. mynd. Holuhraun. Jarðfræðikort ÍSOR. – Holuhraun and Flæður, geological map by ÍSOR 2014.
dimmu upp á loftið úr fjöllum eða öræfum suður und-
an Þingeyjarsýslu og einu sinni orðið þar nokkurs
öskufalls var, líka hafa nokkrir þar í sýslu og jafnvel
í Húnavatnssýslu þózt sjá þann 21. og 22. apríl 1797
einhverja reyki eða mistursmóðu í hægu sunnan hlý-
viðri.“
Ólafur telur „ekki ósennilegt, að eldgosið 1797
hafi verið þar“, þ.e. í Holuhrauni, „þótt lítið verði
það annað en ágiskun“ (Ódáðahraun II, s. 236–237).
Færir hann helst fram máli sínu til stuðnings, að Pét-
ur Brynjólfsson hafi ekki greint Sveini Pálssyni frá
neinni fyrirstöðu af hrauni um þessar slóðir 1794 og
að sami Sveinn hafi gengið á Heklu 21. ágúst 1797 og
séð, „að norðvesturhorn Vatnajökuls var hulið dökk-
brúnni þoku, sem dreif fram og aftur“ og einnig að
frést hafi af eldgosi mánuðinn á undan án þess það
væri staðsett (Ódáðahraun II, s. 237).
Eftir að gjósa tók í Holuhrauni síðsumars 2014,
beindist athygli margra að hrauninu sem fyrir var og
staðhæfðu ýmsir með vísan til Ólafs að hraunið hafi
runnið á árinu 1797. Hafa ber í huga að Ólafur, sem
segir að vísu frá stofnun Fjallavegafélagsins 1831,
hefur ekki haft undir höndum gögn þau um félagið
sem nú eru á Þjóðskjalasafni. Frásögn af rannsókn-
arferð Péturs Péturssonar tekur hann (Ódáðahraun II,
s. 220-221), orðrétt upp eftir Þorvaldi Thoroddsen
116 JÖKULL No. 64, 2014