Jökull - 01.01.2014, Síða 156
Society report
VORFERÐIR JÖRFÍ Á VATNAJÖKUL 2014
30. maí – 7. júní og 7. – 11. júní
Magnús Tumi Guðmundsson
Nordvulk, Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, mtg@hi.is
Áhugi vísindamanna og þörf samfélagsins fyrir rann-
sóknir á Vatnajökli fer stöðugt vaxandi. Sjálfvirkum
og sírítandi tækjum fjölgar og streymi upplýsinga vex
auk þess sem leitað er svara við sífellt flóknari spurn-
ingum sem krefjast nákvæmra mælinga. Það er því
engin tilviljun að verkefnum í vorferð JÖRFÍ fjölgi
frekar með árunum. Jafnframt er nú orðið algengt að
einhverjir þátttakenda gisti í minni húsunum á jökl-
inum, í Kverkfjöllum, Esjufjöllum og Goðahnjúkum
hluta ferðarinnar. Vorferðin 2014 ber þessari þróun
vitni. Vegna þess hve verkefnalistinn var langur varð
að ráði að hafa ferðina tvískipta. Fyrri hlutinn var að
öllu leyti eins og venjuleg vorferð að lengd og um-
fangi. Seinni hópurinn fór síðan upp á Grímsfjall um
leið og sá fyrri kom niður. Í seinni hópnum voru færri
auk þess sem dvölin var styttri. Sá sem þetta ritar
leiddi fyrri hópinn en Guðfinna Aðalgeirsdóttir þann
seinni.
Fyrri hópurinn lagði af stað föstudagskvöldið
30. maí. Miklir eldsneytisflutningar fylgdu þessari
ferð því koma þurfti fyrir olíubirgðum til ársins vegna
rafstöðvarinnar á Grímsfjalli, en hún þjónar Tetra
sendi Neyðarlínunnar auk þess að sjá húsum JÖRFÍ
og tækjum þar fyrir rafmagni. Sérstakur flatvagn var
því fenginn undir rúmlega tuttugu 200 lítra eldsneyt-
istunnur og hluta af öðrum búnaði ferðarinnar. Vöru-
bíll Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík flutti snjóbílinn
og dró flatvagninn inn í Jökulheima. Þokkalega gekk
upp Tungnaárjökul á laugardeginum, en við komum á
Grímsfjall í hraglanda og krapahríð. Veðrið á sunnu-
deginum 1. júní var síst betra og því var lítið unnið úti
á jökli. Mánudagur byrjaði með dumbungi en síðan
reif af sér. Þann dag var unnið í mælingum víða um
jökulinn. Sex manns gistu í Kverkfjöllum aðfararnótt
þriðjudags. Hópurinn safnaði gassýnum og rannsak-
aði ummerki um gufusprengingar í Gengissiginu í ág-
úst árið áður. Einnig var skálinn í Esjufjöllum nýtt-
ur, en þar voru tveir leiðangursmenn frá sunnudegi til
þriðjudags og unnu að endurbótum á jarðskjálftamæli
og GPS tæki Veðurstofunnar á Káraskeri. Síðdegis á
miðvikudag og fimmtudaginn allan voru aðstæður til
útivinnu þokkalegar og tókst þá að klára rannsóknar-
verkefni ferðarinnar að mestu. Í góðviðrinu á fimmtu-
dag var unnið að kappi við að skrapa og gera skálana
klára fyrir málningu. Áætlað var að gera sérstaka ferð
og mála seinna um sumarið en þrálát væta og dumb-
ungur gerði þær fyrirætlanir að engu.
Á föstudagsmorgninum 6. júní hélt fyrri hópurinn
niður af jöklinum í glampandi sól og hægviðri. Ekki
var laust við að löngunin til að yfirgefa Grímsvatna-
hrepp væri lítil í þessu góða veðri. Gist var í Jökul-
heimum og þar slegið upp veislu um kvöldið. Allt fór
það mjög vel fram. Á laugardeginum fór svo hópurinn
til byggða, an nokkrir drifu sig reyndar strax á föstu-
dagskvöldið eftir veislumatinn. Þátttakendur í fyrri
ferðinni voru 23. Í hópnum var fólk frá sex löndum,
flestir voru sjálfboðaliðar JÖRFÍ en einnig var fólk frá
Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands og
Háskólunum í Gautaborg og München.
Seinni hópurinn lagði upp úr Reykjavík sama dag
og fyrri hópurinn yfirgaf Grímsfjall. Í Jökulheimum
hittust hóparnir. Þar varð nokkur umstöflun því tveir
bílanna sem niður komu fóru aftur upp á jökul. Seinni
hópurinn var síðan á jöklinum í einmunablíðu fram á
þriðjudag 10. júní og kom til byggða á miðvikudegin-
um. Í þessum hluta voru 16 þátttakendur, sjálfboðalið-
ar JÖRFÍ, fólk frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofunni,
Háskólanum í Cambridge, Bresku Heimskautastofn-
uninni (BAS) og Háskólanum í Dublin. Sveinbjörn
Steinþórsson og Vilhjálmur Kjartansson voru í báð-
156 JÖKULL No. 64, 2014