Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 101

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 101
Umbrot tengd Bárðarbungu og Grímsvötnum á 19. öld. Vatnajökull? 1877 Skuld 1. árg., 11. tbl., 12. okt. 1877, dálkur. 109. „Þeg- ar lygnt hefir verið á milli, hefir verið hlýtt, og á mánudaginn var (8. okt.) hér (Eskifirði?) volgr vindr, um kvöldið jafnvel svo ilvolgr eins og maðr stæði álengdar nálægt báli. Þegar þurt hefir verið, hefir verið hér talsvert öskufall og jarðrót öll gránað; það hefir enda mátt merkja talsverða ösku inni í lokuð- um húsum, svo smágert er dustið. Ýmsir þykjast hafa heyrt elddynki um þetta mund.“ Í Frjettum frá Íslandi 1876 bls. 48 segir: „Raunar þóttust menn í ýmsum hjeruðum og nokkrum sinnum á árinu sjá og heyra merki þess, að eldur væri uppi, en að líkindum hefur það þó ekki verið, að minnsta kosti eigi á þessum [Öskju] eldstöðvum.“ Nánari fréttir af þessu gosi höfum við ekki fundið. Gos við Grímsvötn og Skeiðarárhlaup 1883 Eldgos hefst um 15. janúar 1883, mið frá Eiðum benda til þess að gosið hafi í Grímsvötnum og jafnvel þar suðuraf. Skeiðarárhlaup hefst 2 mánuðum seinna, 13. mars. Hlaupið vex með hefðbundnum hætti og flæðir yfir allan sandinn 21. mars. Í Norðanfara er lýsing á hlaupinu úr bréfi frá Öræfum sem gefur til kynna að hlaupið hafi vaxið með svipuðum hætti en verið mun meira að vatnsmagni en hefðbundin hlaup. Til þess að svo megi gerast þarf að bæta í Grímsvötn- in, með bræðslu jökuls utan vatnanna. Líklegt verður að telja að gosið hafi norðan vatnanna. Norðanfari 22. árg., 35.–36. tbl., 6. ágúst 1883, bls. 75. „Skeiðará hefur ekki hlaupið síðan 6. janúar 1873 fyrri en núna 12. eða 13. marz, þ.á. þá byrjaði eitt, en fór mjög hægt í 4 daga, en frá 17. til 22., ætla jeg að hlaupið hafi orðið eitt með þeim stærstu, en svo fór heppilega, að það fór mest fram sjálfan eyðisand- inn, en minna til landa, og skemmdi því lítið eptir því sem vant hefir verið. 22. marz mun hafa orðið vart við eld, til að sjá norðan við Skaptafellsfjöllin; fjell þá sandur næstu daga á eptir svo að sporrækt varð hjer í sveit, og mun hafa af því veikst og drepist talsvert af fjenaði, helzt í Svínafelli.“. Gos í Vatnajökli 1883 Austri 1. árg., 1. tbl., 22. des. 1883, bls. 4. „Ætla menn að þetta stafi meðfram af jarðeldi, er sást uppi fyrri hluta októbermán. inn í óbyggðum og sem mun vera uppi enn, eptir þvi sem ráða er af roða þeim, er jafn- an sézt á lopti, þegar heiðrikt er. Eigi verður sagt með vissu, hvar eldurinn er, en eptir aðstöðu að ráða, virð- ist hann vera nálægt norðurbrún Vatnajökuls.“ Frjettir frá Íslandi 1883 bls. 4. „Svo bar ekki neitt á þessu gosi, fyrri en 8. október. Þá sást frá Eyð- um í Fljótsdalshéraði eldur á tveim stöðum í áttina til Vatnajökuls. Vestri eldinn bar við suður af Kverk- fjöllum, og hefir það verið hinn sami og áður (við Grímsvötn?); en svo sást annar austar, að sjá í suð- ur af Snæfelli; sýndist mönnum hann vera öllu meiri en hinn tilsýndar. Þá varð vart við ofurlítið öskufall á Seyðisfirði. Eigi hafa menn fengið neinar ljósari fregnir af eldgosi þessu; en af Ioftsútliti og öðru má ráða, að eldurinn hefir verið uppi fram eftir vetri.“ S.Þ. (1974) telur að gosið hafi á Grímsvatna- eða Kverkfjallasvæðinu í október og fram undir jól. Eld- gos með upptök í eða við Vatnajökul urðu því bæði við upphaf og lok árs 1883. Gos í eða við Vatnajökul 1885, 1887, og 1888–1889 Dagblaðafréttir um þessi gos eru mjög takmarkaðar. Dagana fyrir landskjálftann í Kelduhverfi 25. janúar 1885 bar á öskufalli um efri hluta Fljótsdalshéraðs (Austri, 2. árg., 4. tbl., 14. apríl). Skaftfellingar verða varir við eld í Vatnajökli í ágúst 1887 og menn nyðra verða varir við eldgos í Vatnajökli eða þar í grennd ásamt jarðskjálftum veturinn 1888–1889. Í ískjarna Bárðarbungu er öskulag sem heimfært er á gosið 1887 en jafnframt sagt passa betur við1888–1889 (S.S., 1978). Efnagreiningar sýna að askan er basalt-andesít og mjög svipuð að efnainnihaldi og askan úr Gjálp (S.S., 2000). Gos í Vatnajökli 1891–1892 og 1897 Vart var við eldgos í Vatnajökli í nóvember 1891. Gosinu fylgdi „öskuduft í lofti“ um Borgarfjörð (Ísa- fold) og Suðurland (Skírnir 1892, bls. 13). Í Fjallkon- unni 9. árg., 15. tbl., 12. apríl 1892, segir á bls. 59. „Öskufalls varð vart í vetr á sumum stöðum sunnan- lands, enn hvar eldr hefir verið uppi, er ekki kunn- ugt. Úr Skagafirði sást snemma í janúar birta af jarð- eldi, og virtist eftir stefnunui, að eldgosið mundi vera í norðvestanverðum Vatnajökli“. Stórt Skeiðarárhlaup fylgdi í kjölfarið, í mars 1892. Menn urðu varir við vöxt í Skeiðará 12. mars, JÖKULL No. 64, 2014 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.