Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 119

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 119
Upprifjun um Grímsvatnajökul, Vatnajökulsveg og Holuhraun (Þorgils gjallandi), þá í Syðri-Neslöndum, síðar á Litluströnd, og ritaði hann frásögn um ferðina í blað- ið Norðling sama ár (Jón Stefánsson, 1880). Fóru þeir frá Kistufelli austur eftir og farast Jóni skrásetjara svo orð: „Lágur er jökullinn þar og ljótur mjög, hefi eg þar hvergi komið að mér hafi þótt landslag skjóta manni eins hroll í hug og þar. Þá var kl. 5 er við fór- um frá fellinu, tók þá við hraun allillt, er liggur norð- an við fellið, þá fórum við yfir stórgrýtta mela, þar til tóku við leirur er sprænur þær mynda er falla úr jökl- inum hér og þar alla leið vestan frá Kistufelli austur að Jökulsá, falla rennsli þau út í sanda og koma loks saman vestan við hraun er gengur aptur norðan úr jöklinum, er það hraun nokkru nær Jökulsá en Kistu- felli. Þá var kl. 91/2 er við komum að því og höfð- um þá farið hratt austur leirurnar því vegur var hinn bezti, einn klukkutíma vorum við yfir hraunið, er það illt yfirferðar með hesta er austur eptir dregur, tjöld- uðum við austast í því og gáfum hestum okkar fóður þar hagi var engi, utan grávíðislauf á stöku stöðum. Hraun þetta kölluðum við Kvíslahraun. Var frost um nóttina þar við jökulinn.“ Nafnið Kvíslahraun festist ekki í sessi, þótt það hefði mátt teljast gott og gilt. Aðeins fjórum árum síðar, um miðjan ágúst 1884, bar þarna að Þorvald Thoroddsen í rannsóknarferð með sínum dygga fylgd- armanni Ögmundi Sigurðssyni. Hann virðist þá ekki hafa haft spurnir af nýlegri nafngift Þingeyinga og færði til bókar heitið Holuhraun. Í Ferðabók hans (1958, s. 367–368) er litrík frásögn af dvölinni í Holu- hrauni, þar sem þeir tjölduðu uppi á sjálfri jökulrönd- inni til þess að hafa skjól milli íshnjúkanna. Í kaff- ið sem þeir hituðu sér var ekkert að hafa annað en kolmórautt jökulvatn. Aðstæðum lýsir Þorvaldur m.a. þannig: „Miðja vega milli Urðarháls og Jökulsár er allmikið hraun á miðjum söndunum. Nær það fast upp að jökli og langt norður og [er] ákaflega illt yfirferð- ar. Kölluðum við það Holuhraun. Hraun þetta hefur komið úr gígahrúgu rétt við jökulröndina. Gígar þess- ir standa í óreglulegri hrúgu og eru úr gjalli, sumir blóðrauðir. Þar eru margar sprungur og gjár. Við jökulröndina hefir hraunið hulizt af leir og leðju. Má þar fara milli hrauns og jökuls, þó það sé mjög örð- ugt sökum jökulkvísla og sandbleytu. Hestarnir lágu í hvað eftir annað og bröltu á hnjánum í sandbleytunni innan um nibbur af hraungrýti.“ Úr Flæðum fóru þeir austur yfir Jökulsá og Kverk- fjallarana í Hvannalindir þar sem tjaldað var í 31/2 dag. Þaðan gerðu þeir tilraun til að komast í Kverk- fjöll en urðu frá að hverfa sökum óveðurs. Til baka héldu þeir milli Vaðöldu og Dyngjufjalla og um Jóns- skarð niður í Suðurárbotna. Jarðfræðikortlagning á 20. öld Á 20. öld jókst smám saman þekking manna á Kverk- fjallasvæðinu og Krepputungu og komu þar marg- ir við sögu, bæði erlendir og innlendir vísindamenn, auk áhugasamra landkönnuða og fjallamanna. Um miðja öldina opnuðust leiðir um hálendið fyrir jeppa og fjallabíla og munaði mestu um brú á Kreppu árið 1970, en ári seinna var byggður Sigurðarskáli norð- an undir Kverkfjöllum. Eftir 1950 tóku menn jafn- framt að þræða Gæsavatnaleið frá Sprengisandsvegi til austurs (Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðs- son, 1997, s. 74-80), en fyrst með byggingu brúar yfir Jökulsá sunnan Upptyppinga árið 1986 fékkst akfær tenging milli þessara svæða, Dyngjufjalla og Kverk- fjalla. Flæður voru eftir sem áður að mestu úrleiðis og Holuhraun hvíldi þar ótruflað af ferðafólki. Um 1970 hófust jarðfræðirannsóknir á vegum Orkustofnunar við jökulárnar norðan Vatnajökuls og sá Guttormur Sigbjarnarson jarðfræðingur um skipulag þeirra og framkvæmd. Greinar hans um sögu rannsókna og kortlagningu á svæðinu norðan Vatnajökuls birtust í Náttúrufræðingnum (Guttormur Sigbjarnarson, 1993– 1995). Þar kemur fram að hann telur ekki fullsvarað spurningunni um aldur Holuhrauns. 5. mynd byggir á kortlagningu Guttorms og um hraunið segir hann m.a. (1995, s. 207): „Holuhraun hefur aðallega runnið frá tveim gossprungum sem sennilega hafa myndast í sama gosi. Líklegast heldur sú syðri þeirra áfram inn und- ir jökulinn. Hið gífurlega aurmagn í vestanverðum Dyngjujökli og útlit hans bendir til eldsumbrota þar á síðari öldum, en þeim mun ávallt fylgja jökulhlaup. ... Nokkur eldri gígbrot finnast við vesturjaðar Holu- hrauns, 500–1000 m frá jöklinum. Þau hafa ekki verið rannsökuð nánar, en þau gætu tilheyrt Krepputungu- hraunum.“ Síðustu rannsóknir á gamla Holuhrauni fyrir eld- gosið 2014 benda til að berggerð þess og efnasam- JÖKULL No. 64, 2014 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.