Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 96

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 96
Bryndís Brandsdóttir og Finnur Pálsson tengist gosinu 1852. Engar heimildir eru til um eld- gos í Vatnajökli árið 1854. Samantekt á ofangreindum fréttabrotum bendir til þess að eldgos í Vatnajökli árið 1852 hafi valdið Skeiðarárhlaupi sama ár. Skeiðarárhlaup 1861 (Stórahlaup) Eftirfarandi frétt birtist í Þjóðólfi 26. júní, 1861, „24. f. mán. fannst her syðra megn jökla- og brennisteins- fýla og stóð vindur hér af austri, en miklu megnari var þó fýlan austrum Síðu og Meðalland, og var þar tekið eptir því, að silfr allt tók kolsvartan lit, hversu vel sem það var vafið og geymt í traföskjum og kistum. Sáust þá, um Meðalland og Álptaver, reykjarmekkir upp úr Hnappafells eða Öræfajökli, og þó eigi marga daga þareptir. Þenna dag hljóp Skeiðará, og hefir hún nú eigi hlaupið um næstliðin 10 ár, en er þó tíðast, að hún láti eigi nema 6 ár milli hlaupa og stundum eigi nema 5, ræðr því að líkindum að hlaup þetta hafl orð- ið afarmikið; enda sjást og nú meiri merki þess heldr en vant er, því víða vestr með sjó er rekinn birkiviðr hrönnum saman, og er það sjálfsagt eptir hlaupið og virðist hafa farið yfir Skaptafellsskóga neðanverða...“ Hlaupið 1861 óx mjög snögglega, dreifðist um allan Skeiðarársand og lifði í minninu Öræfinga sem „Stórahlaup“ (S.Þ., 1974). Jöklafýlan úr þessu hlaupi fannst vestur á Eyrarbakka og í Reykjavík 24. maí, daginn eftir að hlaupið hefst (S.Þ., 1974). Enskur ferðamaður W. Hogarth segir í bréfi þann 13. júní að 10. júní hafi þeir siglt inn í brúnt ferskvatn, 46◦F heitt, 80 sjómílur undan Ingólfshöfða og hafi þeir siglt um 30 mílur í þessu vatni. Ekki sást til goss 11. júní en þá var bjart yfir jöklum. Ströndin við Eyrarbakka var þakin reknum vikri og viðarkjarri. Sigurður Þórar- insson (1974) telur mögulegt að smágos hafi orðið í Grímsvötnum samhliða þessu hlaupi. Kafli úr bréfi að austan í Norðanfara í ágúst 1862. „Ei þykja mjer sunnanblöðin lýsa vel vatnshlaupinu úr Skeiðarárjökli eða Skeiðará sumarið 1861; mjer var skrifað um það að sunnan í haust hið næstliðna svoleiðis:“ „Í vor hljóp Skeiðará og gjörði Öræfu mikinn skaða, hún tók utanaf öllum löndum og nýja landið sem Nesmenn áttu og alla melana.“ Skeiðarárhlaupin 1852 og 1861 voru bæði stór- hlaup og líklega 1838 hlaupið einnig. Skeiðará hleyp- ur ekki í tæp 10 ár en hafði áður hlaupið á 5–6 ára fresti (Þjóðólfur, 1861). Lengri tími líður á milli hlaupanna 1838 og 1852. Líklegt er að þessi hlaup hafi öll verið tengd eldumbrotum innan vatnasviðs Grímsvatna, frá kvikugangi til norðurs frá Grímsvötn- um eða til suðurs úr Bárðarbungu. Helgi Björns- son og Páll Einarsson telja mögulegt að gosið hafi í Grímsvötnum 1861 og Helgi Björnsson segir í bók- inni Jöklar á Íslandi; „Svipuð jökulhlaup, sem náðu hámarki á 2–4 dögum í kjölfar gosa, gætu hafa orð- ið áður eða 1861, 1867 og 1892.“ Með tilvísun til eldgosanna í Tröllagígum 1862–1864 verður að telja líklegt að kvikuumbrot í Bárðarbungu hafi verið hafin í júní 1861, þá hafi kvikugangur til suðurs brætt jök- ulinn með svipuðum hætti og í Gjálpargosinu 1996 og hrundið Stórahlaupi af stað. Annar kvikugangur til suðvesturs réttu ári seinna endar með sprungugosinu í Tröllagígum, suðvestan Bárðarbungu. Mjög líklegt er að gosið hafi á Dyngjuhálsi samhliða Tröllagígum, röksemdir þar að lútandi eru raktar hér að neðan. Eldgosin 1862–1864, 1867, 1868, 1872, 1873, 1876, 1877, 1883, 1885, 1887, 1888–1889, 1891–1892, 1897 og 1902–1903 „Árið 1862, 1867 og 1873 gaus fyrir norðan Vatnajök- ul, en eldfjöll þar eru ókunn eins og annað“ (Þ.Th. 1881). Þessi gos eiga það sammerkt að öskulög frá 4. mynd. Yfirborð samkvæmt leysimælingu (LiDAR, sbr. grein Tómasar Jóhannessonar og fl., 2011) úr flugvél af norðaust- anverðu Vonarskarði og norðvesturhluta Vatnajökuls. Bláa línan afmarkar vatnaskil á jöklinum og áætlaðan jökuljaðar við mestu útbreiðslu hans í lok 19. aldar. Ætla verður að jaðarinn hafi legið þar nálægt sumarið 1839. Rauða brotalínan sýnir sennilega leið Björns Gunnlaugssonar og Sigurðar Gunnarssonar á Bárðarbungu í júnímánuði sumarið 1839 og gula brota- línan hefðbundnari leið yfir Dyngjujökul samkvæmt lýsingu Sigurðar. Helstu örnefni eru merkt á kortið ásamt nafngiftum Björns innan sviga. – A LiDAR map of NW-Vatnajökull region. Water divides of the rivers Kaldakvísl, Skjálfandafljót and Jökulsá á Fjöllum are shown by blue lines as well as the former glacier margin. Red dashed line shows the suggestive track of Björn Gunnlaugsson and Sigurður Gunnarsson from Vonarskarð to northern Bárðarbunga in late June, 1839 and the yellow dashed line 19th century glacier crossing. 96 JÖKULL No. 64, 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.