Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 13
BREIÐFIRÐINGUR 13
fimm vetra, er Sturla andaðist, en Sighvatr þrettán vetra, Þórðr átján vetra, – váru
þeir heima báðir. (Sturlunga I 1946, 229).
Og síðan þetta:
Snorri Sturluson fæddist upp í Odda með Jóni Loftssyni, meðan hann lifði. Var
Snorri þá nítján vetra, er Jón andaðist. Var hann þá með Sæmundi, fóstbróður sín
um, þar til er þeir Þórðr Sturluson báðu til handa honum Herdísar, dóttur Bersa
ins auðga frá Borg á Mýrum. Hann átti átta hundruð hundraða. En Snorri var þá
félauss, því at móðir hans hafði eytt fjórum tigum hundraða, er hann tók eftir föður
sinn. Lagði Guðný þá Hvammsland til kvánarmundar Snorra, ok var brúðkaup
þeira í Hvammi. Var mælt, at Snorri skyldi eiga bú við móður sína. En þau Herdís
fóru um haustit suðr í Odda ok váru þar um vetrinn. (Sturlunga I 1946, 237).
Vitanlega ber okkur að þakka StaðarhólsSturlu fyrir þennan fróðleik, einkanlega
um eignir Bersa auðga, en hvers vegna í ósköpunum þegir hann um ástæður þess
að Snorri og Herdís flytjast frá Hvammi, þar sem hafði þó verið gert samkomulag
um að hann byggi á móti móður sinni? Og ekki er nú svo að þau flytjist heim til
ungu húsfreyjunnar, að Borg, heldur alla leið að Odda, í skjól Sæmundar Jóns
sonar. Og lesandinn hrópar: Hvers vegna?
Oddi á Rangárvöllum.