Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 18
BREIÐFIRÐINGUR18
Snorri var inn mesti fjárgæzlumaðr, fjöllyndr ok átti börn við fleirum konum en
Herdísi. Hann átti son, er Órækja hét, Þuríðr, dóttir Halls Órækjusonar, var móðir
hans. Hann átti ok börn við Guðrúnu, dóttur Hreins Hermundarsonar, ok komst
Ingibjörg ein ór barnæsku þeira barna. Þórdís var dóttir Snorra. Oddný hét hennar
móðir. (Sturlunga I, 1946, 242).
Oftar en einu sinni víkur Sturla að auði frænda síns en þó með mestri lotningu
þegar Snorri og Þorvaldur Gissurarson hafa gert með sér frægan samning árið
1224:
Er þat hér skjótast af at segja, at þeir Snorri ok Þorvaldr bundu vináttu sína með
því móti, at Gizurr, sonr Þorvalds, skyldi fá Ingibjargar, dóttur Snorra, en Þorvaldr
skyldi eiga hlut at við Hallveigu Ormsdóttur, at hon gerði félag við Snorra ok fara
til bús með honum. En brúðlaup skyldi vera í Reykjaholti um haustit þeira Gizurar
ok Ingibjargar. (Sturlunga I 1946, 302).
Sturla nefnir ekki í þessu samhengi að það er hluti af samkomulagi Þorvaldar og
Snorra að stofna Viðeyjarklaustur, en um haustið gefur Magnús biskup Gissurar
son, bróðir Þorvalds, Gissur og Ingibjörgu saman í Reykholti og segir Sturla að
það hafi verið „in virðuligasta veizla ok með inum beztum föngum, er til var á
Íslandi“ en heldur svo áfram:
En litlu fyrir brúðlaupit hafði Snorri heim Hallveigu Ormsdóttur ok gerði við hana
helmingarfélag, en tekit til varðveizlu fé sona hennar, Klængs ok Orms, átta hundr
uð hundraða. Hafði Snorri þá miklu meira fé en engi annarra á Íslandi.
En ekki hafði hann ráð Þórðar, bróður síns, við þetta. Ok hann sagði svá, at hann
lézt ugga, at hér af myndi honum leiða aldrtila, hvárt er honum yrði at skaða vötn
eða menn. (Sturlunga I 1946, 304).
Áður var það hálfbróðir Snorra sem spáði fyrir honum í viðureigninni við
Orkneyingana, nú er það albróðir þegar allt virðist ganga að sólu, en spáin er
miklu alvarlegri – og rætist. Þessi viðbót Sturlu: „pabbi sagði að þetta mundi enda
illa“ er vitanlega brot á þeirri ströngu hlutlægniskröfu sem hann virðist yfirleitt
gera til skrifa sinna og leiðir stundum til þess að menn halda því fram að hann