Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 18

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 18
BREIÐFIRÐINGUR18 Snorri var inn mesti fjárgæzlumaðr, fjöllyndr ok átti börn við fleirum konum en Herdísi. Hann átti son, er Órækja hét, Þuríðr, dóttir Halls Órækjusonar, var móðir hans. Hann átti ok börn við Guðrúnu, dóttur Hreins Hermundarsonar, ok komst Ingibjörg ein ór barnæsku þeira barna. Þórdís var dóttir Snorra. Oddný hét hennar móðir. (Sturlunga I, 1946, 242). Oftar en einu sinni víkur Sturla að auði frænda síns en þó með mestri lotningu þegar Snorri og Þorvaldur Gissurarson hafa gert með sér frægan samning árið 1224: Er þat hér skjótast af at segja, at þeir Snorri ok Þorvaldr bundu vináttu sína með því móti, at Gizurr, sonr Þorvalds, skyldi fá Ingibjargar, dóttur Snorra, en Þorvaldr skyldi eiga hlut at við Hallveigu Ormsdóttur, at hon gerði félag við Snorra ok fara til bús með honum. En brúðlaup skyldi vera í Reykjaholti um haustit þeira Gizurar ok Ingibjargar. (Sturlunga I 1946, 302). Sturla nefnir ekki í þessu samhengi að það er hluti af samkomulagi Þorvaldar og Snorra að stofna Viðeyjarklaustur, en um haustið gefur Magnús biskup Gissurar­ son, bróðir Þorvalds, Gissur og Ingibjörgu saman í Reykholti og segir Sturla að það hafi verið „in virðuligasta veizla ok með inum beztum föngum, er til var á Íslandi“ en heldur svo áfram: En litlu fyrir brúðlaupit hafði Snorri heim Hallveigu Ormsdóttur ok gerði við hana helmingarfélag, en tekit til varðveizlu fé sona hennar, Klængs ok Orms, átta hundr­ uð hundraða. Hafði Snorri þá miklu meira fé en engi annarra á Íslandi. En ekki hafði hann ráð Þórðar, bróður síns, við þetta. Ok hann sagði svá, at hann lézt ugga, at hér af myndi honum leiða aldrtila, hvárt er honum yrði at skaða vötn eða menn. (Sturlunga I 1946, 304). Áður var það hálfbróðir Snorra sem spáði fyrir honum í viðureigninni við Orkneyingana, nú er það albróðir þegar allt virðist ganga að sólu, en spáin er miklu alvarlegri – og rætist. Þessi viðbót Sturlu: „pabbi sagði að þetta mundi enda illa“ er vitanlega brot á þeirri ströngu hlutlægniskröfu sem hann virðist yfirleitt gera til skrifa sinna og leiðir stundum til þess að menn halda því fram að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.