Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 19
BREIÐFIRÐINGUR 19
taki ekki persónulega afstöðu í Íslendinga sögu. Það er ekki nema að hálfu rétt.
En Sturla Þórðarson kann til verka.
Að læra til höfðingja
Ríkidæmið er mikilvægt en gerir menn ekki sjálfkrafa að höfðingjum. Það fær
Snorri að reyna samkvæmt frásögnum Sturlu. Fyrst segir hann frá átökum árið
1216 þegar þingmenn Snorra úr sveitum Miðfirðinga og Víðdæla deila og mönn
um þykir honum skylt að sætta þá. Og Sturla segir frá:
Reið Snorri þá til ok þeir fáir saman ok gerði þá orð til Víðidals ok stefndi þeim
öllum til Miðfjarðar á Mel, Eyjólfi Kárssyni, Þorsteini Hjálmssyni, Þórði ok Illuga
Bergþórssyni (hdr. Bergþóri).
Þeir kómu til Miðfjarðar, váru nær sjau tigir manna. Miðfirðingar kómu til Mels
ok höfðu fjölmennt. Leitaði Snorri um sættir við þá, en þeir tóku því seinliga.
En þá er Víðdælir kómu ok stigu af hestum sínum, gengu þeir heim á völlinn.
Miðfirðingar hlaupa þá á móti þeim, ok slær þar þegar í bardaga, ok váru hvárir
tveggja allákafir.
Snorri hét á þá, at þeir skyldi eigi berjast. Engi hirði hvat er hann sagði.
Þá gekk Þorljótr frá Bretalæk til Snorra ok bað hann milli ganga.
Snorri kveðst eigi hafa lið til þess við heimsku þeira ok ákafa. Þorljótr veitti
Snorra hörð orð. Síðan hljóp Þorljótr millum hrossanna ok leysti ok rak millum
þeira. (Sturlunga I 1946, 263)
Hér sem oftast ella birtist Snorri okkur sem heldur friðsamur en ekki sérlega úr
ræðagóður höfðingi. Hann fer fámennur norður og á þess greinilega von að Hún
vetningarnir séu fúsir að ræða málin. Þegar það reynist rangt eru úrræðin engin
og hann segist ekki hafa lið á móti heimsku þeirra. Það er Þorljótur á Bretalæk,
annars óþekktur Miðfirðingur, sem kann hið sígilda bragð: Að reka hrossin og
ganga á milli fylkinganna. Deilunni lýkur að vísu með gerð Snorra, en ekki virðist
vegur hans vaxa við þetta. Né heldur við næsta árekstur á þingi sama ár.
Snorri hefur búð sína á þingi næst Allsherjarbúð „er Magnús goði átti, sonr
Guðmundar gríss ok Solveigar, dóttur Jóns Loftssonar“ og í för með Snorra er
Suðurmaður (Þjóðverji), Herburt og „kunni allra manna best við buklara“. Svo
er að skilja að menn Snorra auki sér leti með því að ræna viði frá Magnúsi og