Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 19

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 19
BREIÐFIRÐINGUR 19 taki ekki persónulega afstöðu í Íslendinga sögu. Það er ekki nema að hálfu rétt. En Sturla Þórðarson kann til verka. Að læra til höfðingja Ríkidæmið er mikilvægt en gerir menn ekki sjálfkrafa að höfðingjum. Það fær Snorri að reyna samkvæmt frásögnum Sturlu. Fyrst segir hann frá átökum árið 1216 þegar þingmenn Snorra úr sveitum Miðfirðinga og Víðdæla deila og mönn­ um þykir honum skylt að sætta þá. Og Sturla segir frá: Reið Snorri þá til ok þeir fáir saman ok gerði þá orð til Víðidals ok stefndi þeim öllum til Miðfjarðar á Mel, Eyjólfi Kárssyni, Þorsteini Hjálmssyni, Þórði ok Illuga Bergþórssyni (hdr. Bergþóri). Þeir kómu til Miðfjarðar, váru nær sjau tigir manna. Miðfirðingar kómu til Mels ok höfðu fjölmennt. Leitaði Snorri um sættir við þá, en þeir tóku því seinliga. En þá er Víðdælir kómu ok stigu af hestum sínum, gengu þeir heim á völlinn. Miðfirðingar hlaupa þá á móti þeim, ok slær þar þegar í bardaga, ok váru hvárir tveggja allákafir. Snorri hét á þá, at þeir skyldi eigi berjast. Engi hirði hvat er hann sagði. Þá gekk Þorljótr frá Bretalæk til Snorra ok bað hann milli ganga. Snorri kveðst eigi hafa lið til þess við heimsku þeira ok ákafa. Þorljótr veitti Snorra hörð orð. Síðan hljóp Þorljótr millum hrossanna ok leysti ok rak millum þeira. (Sturlunga I 1946, 263) Hér sem oftast ella birtist Snorri okkur sem heldur friðsamur en ekki sérlega úr­ ræðagóður höfðingi. Hann fer fámennur norður og á þess greinilega von að Hún­ vetningarnir séu fúsir að ræða málin. Þegar það reynist rangt eru úrræðin engin og hann segist ekki hafa lið á móti heimsku þeirra. Það er Þorljótur á Bretalæk, annars óþekktur Miðfirðingur, sem kann hið sígilda bragð: Að reka hrossin og ganga á milli fylkinganna. Deilunni lýkur að vísu með gerð Snorra, en ekki virðist vegur hans vaxa við þetta. Né heldur við næsta árekstur á þingi sama ár. Snorri hefur búð sína á þingi næst Allsherjarbúð „er Magnús goði átti, sonr Guðmundar gríss ok Solveigar, dóttur Jóns Loftssonar“ og í för með Snorra er Suðurmaður (Þjóðverji), Herburt og „kunni allra manna best við buklara“. Svo er að skilja að menn Snorra auki sér leti með því að ræna viði frá Magnúsi og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.