Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 22
BREIÐFIRÐINGUR22
aðrar heimildir. Snorri var sem sagt fæddur veturinn 1178 til 1179 og íslenskir
annálar stýra för þegar hann er talinn fæddur 1179 en hefð í söguritun segir
1178. Ef við höldum okkur við fyrra árið er hann nítján ára þegar hann kvænist,
tuttugu og þriggja þegar hann flyst að Borg og ríflega hálfþrítugur þegar hann
er orðinn höfðingi að Reykholti, en hann er kominn fast að fertugu þegar hann
kúgar Magnús goða á þingi og hefur herlið með sér. Hann hefur, að mati Sturlu,
þá bæði völd og auð, þótt hvort tveggja ætti eftir að aukast. En einu hefur Sturla
gleymt.
Árið 1215 tók Snorri Sturluson við embætti lögsögumanns af Styrmi presti
fróða, og því embætti gegnir hann til 1231 að fráteknum Noregsárunum og
einu til, þegar Teitur Þorvaldsson (bróðir Gissurar) gegnir embættinu. Lögsögu
mannsembættinu fylgdu
að vísu ekki mikil völd, en
það var þó æðsta embætti
í goðaveldinu og hið eina
sem var launað. Til þess
völdust menn sem yfirleitt
voru taldir hafa mjög góða
þekkingu á lögum og vera
af góðum ættum og meðan
Snorri lifði var hann sá eini
af Sturlungum sem starfinu
gegndi.
Það er fróðlegt að sjá að
Sturla nefnir þetta virðu
lega embætti Snorra ásamt
öðrum starfa eins og í fram
hjáhlaupi árið 1230:
Þetta sumar var kyrrt ok
friðr góðr á Íslandi. Lítil
þingreið.
Snorri reið eigi til þings, en lét Styrmi prest inn fróða ríða til þings með lögsögn.
Nú tók at batna með þeim Snorra ok Sturlu [Sighvatssyni], ok var Sturla löngum
Snorralaug í Reykholti.