Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 24
BREIÐFIRÐINGUR24
ínar, er átt hafði áðr Hákon galinn. Snorri hafði ort um hana kvæði þat, er Andvaka
heitir, fyrir Hákon jarl at bæn hans. Ok tók hon sæmiliga við Snorra ok veitti hon
um margar gjafir sæmiligar. Hon gaf honum merki þat, er átt hafði Eiríkr Svíakon
ungr Knútsson. Þat hafði hann þá er hann felldi Sörkvi konung á Gestilsreini.
(Sturlunga I 1946, 271–272).
Þetta er stórmerkileg frásögn, ekki síst vegna þess að í henni er svo margt torskilið
og óþekkt. Gautland (Götaland) er nú í Svíþjóð en var á þessum tíma hluti norsk a
ríkisins. Eskil, Áskell, lögmaður (sæ. lagman) gegndi embætti sem virðist hafa
verið mjög virðulegt og kannski einhverskonar héraðshöfðingjastaða, og Kristín
Nikulássdóttir var systurdóttir Margrétar Eiríksdóttur hinnar sænsku konu Sverr
is konungs og þar með dótturbarn Eiríks konungs Svía. Enginn veit nú hvar þau
bjuggu, en hugsanlega hefur það ekki verið fjarri því sem var þá Konungahella og
í nágrenni þess sem nú er Gautaborg. Sænskir fræðimenn eru á einu máli um að
orustan við Gestilrein hafi verið úrslitabardagi í höfðingjastríði um völd í Svíþjóð.
Að vísu er deilt um hvar sá staður, Gestilrein, sé og hverjir hafi ást þar við. Líklegt
er talið núorðið að það hafi ekki verið Eiríkur, heldur fulltrúi hans sem sigurinn
vann, en samt er ekki hægt að útiloka að það hafi verið merki, herfáni, konungs
sem dótturdóttir hans varðveitti. En það er þá líka einsdæmi að herfáni hafi verið
notaður í skáldalaun ásamt fleiri fullsæmandi gjöfum. Hákon galinn hafði sent
Snorra hertygi og kannski var Kristín að bæta við því sem á vantaði. Það er að
minnsta kosti nokkuð óhætt að fullyrða að Snorri hafi þegið þetta merki og sýnt
það bróðursyni sínum þegar heim kom.
En fyrir hvað fékk Snorri launin? Andvaka væri að vísu ágætt heiti á ástarkvæði
á tuttugustu öld eða síðar, en á dögum Snorra var að manni skilst heldur amast
við því sem þá var kallað mansöngskvæði og öldungis fráleitt að hugsa sér það
flutt ekkjunni eins og það væri brunakvæði frá látnum eiginmanni. Er hugsanlegt
að heiti kvæðisins hafi tengst eiginmanni móðursystur Kristínar, Sverri konungi,
sem átti einmitt herlúður sem hann kallaði Andvöku? Það er býsna langsótt, en
erfitt að ýta hugsuninni alveg frá sér. Merki konungs hét Sigurflugan, og þegar
Baglar sáu merkið og heyrðu lúðurinn brast flótti í lið þeirra að því er hermir í
Sverris sögu.
Hér verður ekkert um þetta mál fullyrt en það er sama hvernig sögunni er velt,
heimsóknin til Kristínar og Áskels er einkennileg og miklu hefði Sturla létt af
okk ur ef hann hefði vitnað þótt ekki væri nema í eina vísu úr Andvöku.