Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 24

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 24
BREIÐFIRÐINGUR24 ínar, er átt hafði áðr Hákon galinn. Snorri hafði ort um hana kvæði þat, er Andvaka heitir, fyrir Hákon jarl at bæn hans. Ok tók hon sæmiliga við Snorra ok veitti hon­ um margar gjafir sæmiligar. Hon gaf honum merki þat, er átt hafði Eiríkr Svíakon­ ungr Knútsson. Þat hafði hann þá er hann felldi Sörkvi konung á Gestilsreini. (Sturlunga I 1946, 271–272). Þetta er stórmerkileg frásögn, ekki síst vegna þess að í henni er svo margt torskilið og óþekkt. Gautland (Götaland) er nú í Svíþjóð en var á þessum tíma hluti norsk a ríkisins. Eskil, Áskell, lögmaður (sæ. lagman) gegndi embætti sem virðist hafa verið mjög virðulegt og kannski einhverskonar héraðshöfðingjastaða, og Kristín Nikulássdóttir var systurdóttir Margrétar Eiríksdóttur hinnar sænsku konu Sverr­ is konungs og þar með dótturbarn Eiríks konungs Svía. Enginn veit nú hvar þau bjuggu, en hugsanlega hefur það ekki verið fjarri því sem var þá Konungahella og í nágrenni þess sem nú er Gautaborg. Sænskir fræðimenn eru á einu máli um að orustan við Gestilrein hafi verið úrslitabardagi í höfðingjastríði um völd í Svíþjóð. Að vísu er deilt um hvar sá staður, Gestilrein, sé og hverjir hafi ást þar við. Líklegt er talið núorðið að það hafi ekki verið Eiríkur, heldur fulltrúi hans sem sigurinn vann, en samt er ekki hægt að útiloka að það hafi verið merki, herfáni, konungs sem dótturdóttir hans varðveitti. En það er þá líka einsdæmi að herfáni hafi verið notaður í skáldalaun ásamt fleiri fullsæmandi gjöfum. Hákon galinn hafði sent Snorra hertygi og kannski var Kristín að bæta við því sem á vantaði. Það er að minnsta kosti nokkuð óhætt að fullyrða að Snorri hafi þegið þetta merki og sýnt það bróðursyni sínum þegar heim kom. En fyrir hvað fékk Snorri launin? Andvaka væri að vísu ágætt heiti á ástarkvæði á tuttugustu öld eða síðar, en á dögum Snorra var að manni skilst heldur amast við því sem þá var kallað mansöngskvæði og öldungis fráleitt að hugsa sér það flutt ekkjunni eins og það væri brunakvæði frá látnum eiginmanni. Er hugsanlegt að heiti kvæðisins hafi tengst eiginmanni móðursystur Kristínar, Sverri konungi, sem átti einmitt herlúður sem hann kallaði Andvöku? Það er býsna langsótt, en erfitt að ýta hugsuninni alveg frá sér. Merki konungs hét Sigurflugan, og þegar Baglar sáu merkið og heyrðu lúðurinn brast flótti í lið þeirra að því er hermir í Sverris sögu. Hér verður ekkert um þetta mál fullyrt en það er sama hvernig sögunni er velt, heimsóknin til Kristínar og Áskels er einkennileg og miklu hefði Sturla létt af okk ur ef hann hefði vitnað þótt ekki væri nema í eina vísu úr Andvöku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.