Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 28
BREIÐFIRÐINGUR28
að menn hafi aldrei heyrt annan eins leirburð og vísur Árna (Snorra). Þórarinn
stuttfeldur talaði um „leir ara hins gamla“ en hinn nafnlausi hagyrðingur að því
er virðist um „hræsævargamms leir“ og er þá auðvelt að skýra hræsæ sem ‚blóð‘
og gamm, ránfugl, sem til þess er kenndur er líklega ‚örn‘. Hins vegar er nógu
fróðlegt að taka eftir að dritur arnarins er ekki kallaður arnarleir í þeirri gerð
Eddu sem mest er notuð og kennd við Konungsbók. Þar heitir sá hluti mjaðarins
sem örninn sendi aftur úr sér eingöngu skáldfíflahlutur en í UppsalaEddu, sem
svo er kölluð, segir „og hafa það skáldfífl og heitir arnarleir“. Það er því sú gerð
sögunnar sem þeir virðast þekkja Þórarinn stuttfeldur og leigupenni Þóroddar í
Selvogi.
Áreksturinn sem verður milli þeirra Snorra og Bjarnar Þorvaldssonar (sem
Sturla segir tvívegis um að hafi þótt „vænn til höfðingja“) er upphaf alvarlegri
deilna enda skildu þeir stuttlega. Snorri á þó lítinn hlut að máli þegar Björn fellur
í rimmu sem verður milli hans manna og fylgismanna Lofts Pálssonar biskups,
í raun milli Haukdæla og Oddaverja. Það er að vísu ljóst að Snorri stendur með
þeim sem hann fóstruðu, en hann minnist líka móttökunnar ári áður þegar hann
yrkir vísu um dauða Bjarnar eftir að Guðlaugur af Þingvelli stakk hann í óstinn
með spjótinu Grásíðu. Sturla segir að vísu ekki að Snorri hafi ort en fer laglega
framhjá því (enda vísan ljót):
Snorri var allmjök snúinn á liðveizlu við Loft, því at illa hafði verit með þeim
Birni. Líkaði honum ok illa spott þat, er Sunnlendingar höfðu gert at kvæðum
hans. Váru þá kveðnar í Stafaholti vísur nökkurar. Þessi var ein:
Björn frák brýndu járni, Ég frétti (frák) að Björn hefði
– bragð gótt vas þat – lagðan, verið lagður með brýndu járni í
gerði Guðlaugr fyrðum barkann; það var vel unnið;
geysihark –, í barka. Guðlaugur gerði harða hríð að
Auðkýfingr lét ævi mönnunum. Ómildur ríkisbubbinn
óblíðr fyr Grásíðu, lét lífið fyrr Grásíðu; Hún var bitur
hvöss var hon heldr at kyssa, – að kyssa; Skúli var harðmúlaður.
harðmúlaðr vas Skúli.
(Sturlunga I 1946, 284).