Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 32

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 32
BREIÐFIRÐINGUR32 heldur áfram að lýsa atburðum þurrlega og stuttaralega, til dæmis um veturinn 1226–1227: Þessi vetr var kallaðr sandvetr ok var fellivetr mikill, ok dó hundrað nauta fyrir Snorra Sturlusyni út í Svignaskarði. Snorri hafði um vetrinn jóladrykki eftir norrænum sið. Þar var mannmargt. Þar var Jón ok Órækja ok synir Hallveigar, Klængr ok Ormr, Þórðarsynir, Ólafr ok Sturl a, Þórðr, sonr Þorvalds Vatnsfirðings, Sigurðr Ormsson, bróðir Hallveigar, Sturla Bárðarson, Styrmir Þórisson ór Goðdölum, Bárðr ungi hirðmaðr, bróðir Dags, er átti dóttur Dagfinns lögmanns, ok margir aðrir góðir menn. Þá var fæð mikil með þeim Sturlu, frændunum. Hafði hann ok mannmargt. (Sturlunga I 1946, 314–315). Sjálfur var Sturla í jólaveislunni og margur vildi mikið til gefa að eiga lýsingu hennar frá sjónarvotti sem þá var ríflega tvítugur og þótti greinilega talsvert til koma. En það er ekki verklag Sturlu. Hann gefur hins vegar kannski í skyn að Snorri hafi ekkert haft á móti að hafa fjölmenni á staðnum, ef Sturla Sighvatsson léti til skarar skríða. Í bókarkafla í nýju riti um Sturlu Þórðason (Sturla Þórðarson. Skald, Chieftain and Lawman 2017) tekur bandaríski fræðimaðurinn Theodore M. Andersson undir við Björn Magnússon Ólsen um það að ef litið sé á Íslendinga sögu sem framhald Sturlu sögu í Sturlungu væri viðeigandi að kalla verkið fram um 1242 Fjölskyldu sögu og harmar að það fræðiheiti á ensku Family Saga skuli hafa verið fest við aðra bókmenntagrein (Íslendingasögur), því það væri réttnefni á verki Sturlu a.m.k. að hluta til. Aðalpersónur væru þá að sjálfsögðu Hvamm­Sturla og synir hans, einkum Snorri og Sighvatur (stundum Þórður) og síðan synir þeirra, Órækja Snorrason og Sturla Sighvatsson (sjá Sturla Þórðarson‘s Narrative Person­ alities í Sturla Þórðarson 2017, 159). Þetta er skynsamlega athugað og reyndar þarf ekki að lesa mjög nákvæmlega til að sjá að Sturlungafjölskyldan er á tíma­ bili býsna náin. Sturla Þórðarson kallar sig fóstra ömmu sinnar, Guðnýjar, og þá er nærtækt að benda á að hann er aðeins fjögurra ára þegar hún tekur að sér búrekst urinn í Reykholti árið 1218 þegar Snorri skreppur til Noregs. Og Sturla er í mesta lagi sjö ára þegar Guðný deyr, en þá skilja menn það svo að Snorri hafi tekið við að fóstra Sturlu, því Klængur, sonur Hallveigar, flyst í Reykholt 1224 og við Apavatnsför segir Sturla: „Þeir váru fóstbræðr Sturla Þórðarson ok Klængr“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.