Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 32
BREIÐFIRÐINGUR32
heldur áfram að lýsa atburðum þurrlega og stuttaralega, til dæmis um veturinn
1226–1227:
Þessi vetr var kallaðr sandvetr ok var fellivetr mikill, ok dó hundrað nauta fyrir
Snorra Sturlusyni út í Svignaskarði.
Snorri hafði um vetrinn jóladrykki eftir norrænum sið. Þar var mannmargt.
Þar var Jón ok Órækja ok synir Hallveigar, Klængr ok Ormr, Þórðarsynir, Ólafr
ok Sturl a, Þórðr, sonr Þorvalds Vatnsfirðings, Sigurðr Ormsson, bróðir Hallveigar,
Sturla Bárðarson, Styrmir Þórisson ór Goðdölum, Bárðr ungi hirðmaðr, bróðir
Dags, er átti dóttur Dagfinns lögmanns, ok margir aðrir góðir menn. Þá var fæð
mikil með þeim Sturlu, frændunum. Hafði hann ok mannmargt. (Sturlunga I 1946,
314–315).
Sjálfur var Sturla í jólaveislunni og margur vildi mikið til gefa að eiga lýsingu
hennar frá sjónarvotti sem þá var ríflega tvítugur og þótti greinilega talsvert til
koma. En það er ekki verklag Sturlu. Hann gefur hins vegar kannski í skyn að
Snorri hafi ekkert haft á móti að hafa fjölmenni á staðnum, ef Sturla Sighvatsson
léti til skarar skríða.
Í bókarkafla í nýju riti um Sturlu Þórðason (Sturla Þórðarson. Skald, Chieftain
and Lawman 2017) tekur bandaríski fræðimaðurinn Theodore M. Andersson
undir við Björn Magnússon Ólsen um það að ef litið sé á Íslendinga sögu sem
framhald Sturlu sögu í Sturlungu væri viðeigandi að kalla verkið fram um 1242
Fjölskyldu sögu og harmar að það fræðiheiti á ensku Family Saga skuli hafa verið
fest við aðra bókmenntagrein (Íslendingasögur), því það væri réttnefni á verki
Sturlu a.m.k. að hluta til. Aðalpersónur væru þá að sjálfsögðu HvammSturla og
synir hans, einkum Snorri og Sighvatur (stundum Þórður) og síðan synir þeirra,
Órækja Snorrason og Sturla Sighvatsson (sjá Sturla Þórðarson‘s Narrative Person
alities í Sturla Þórðarson 2017, 159). Þetta er skynsamlega athugað og reyndar
þarf ekki að lesa mjög nákvæmlega til að sjá að Sturlungafjölskyldan er á tíma
bili býsna náin. Sturla Þórðarson kallar sig fóstra ömmu sinnar, Guðnýjar, og
þá er nærtækt að benda á að hann er aðeins fjögurra ára þegar hún tekur að sér
búrekst urinn í Reykholti árið 1218 þegar Snorri skreppur til Noregs. Og Sturla
er í mesta lagi sjö ára þegar Guðný deyr, en þá skilja menn það svo að Snorri hafi
tekið við að fóstra Sturlu, því Klængur, sonur Hallveigar, flyst í Reykholt 1224 og
við Apavatnsför segir Sturla: „Þeir váru fóstbræðr Sturla Þórðarson ok Klængr“