Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 34

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 34
BREIÐFIRÐINGUR34 Þótti honum inn mesti skaði eftir Sighvat, bróður sinn, sem var, þó at þeir bæri eigi gæfu til samþykkis stundum sín á milli. (Sturlunga I 1946, 439–440). Það er mörg matarholan í þessari stuttu klausu. Eitt er náttúrlega vinsældir Sighvats og sona hans hjá kaupmönnum og öðrum Norðmönnum, annað eru afdráttarlausar upplýsingar um að konungur og Sturla hafi lagt á ráðin um valdarán á Íslandi, hið þriðja friðsemdarmyndin sem Sturla bregður hér upp af Hákoni konungi, sem alls ekki vill manndráp. Sú mynd var mjög skýr í Hákonar sögu, sem reyndar hafði líklega verið skrifuð áður en þessi frásögn var fullgerð. Í fjórða lagi er vísa Snorra að sumu leyti sú besta sem varðveitt er frá hans hendi. Fyrri helmingurinn byrjar með samúðarkveðju til Þórðar kakala: Þá var hagur ykkar bræðra góður í fyrra haust þegar þið voruð sex, en nú lifið þið Tumi einir. En það gleymist ekki að nefna að lýðum var ekki launað rán (valdarán) af neinni linku, en það hlýtur að vísa til Sighvats og sona og falls þeirra. Svo fylgir myndin af svínunum sem grimmir úlfar gera samhlaupa, en okkar ætt verður að sæta afarkostum. Svínin geta staðið saman en við ekki. Og svo kemur málsgreinin um Snorra og Sighvat og að Snorra hafi þótt skaði að bróður sínum – og eins og í eftirþanka bætir Sturla við sem var eins og honum þyki ástæða til að hugleiða þetta nánar. Maður tæki kannski ekki eftir þessu litla innskoti ef það kæmi ekki fyrir aftur og næstum alveg eins fáeinum síðum seinna (og að því er virðist bara á þessum tveim stöðum í öllu verkinu): Um sumarit Jakobsmessu andaðist Hallveig Ormsdóttir í Reykjaholti, ok þótti Snorra þat allmikill skaði. (Sturlunga I 1946, 452). Um Hallveigu hefur Sturla ekki sagt mikið, en þó er tekið fram að hún hafi beðið Snorra á Breiðabólstað þegar hann kom heim úr síðari Noregsförinni (Sturlunga I 1946, 444) og að hún hafi verið rúmliggjandi allt þingið 1241, og um sumarið andast hún. Miklu lengri verður þessi hugleiðing um þá frændur ekki og er þó margt órætt. En vel fer á að ljúka henni með næstum óskiljanlegri frásögn af síðasta fundi þeirra á Sauðafelli, þangað sem Snorri stefnir þeim Sturlu og Órækju norðan úr Hrútafirði. Og Sturla hefur orðið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.