Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 37
BREIÐFIRÐINGUR 37
Staðarhóll í Saurbæ í Dalasýslu var eitt af höfuðbólum landsins, höfðingja setur, kirkjustaður og þingstaður. Á 13. öld bjó þar Sturla Þórðar
son sagna ritari, skáld og lögsögumaður. Áhugi er á að sýna minningu Sturlu
sóma á Staðarhóli að frumkvæði Sturlunefndar og Dalabyggðar. Einn grunnþátta
verkefnisins er að skrá og staðsetja fornleifar, örnefni og staði tengda Sturlungu.
Yfirsýn fæst m.a. með stafrænni kortlagningu staðhátta Sturlungu í Icelandic
Saga Map (sjá http://sagamap.hi.is). Markmiðið er að öðlast yfirsýn um jörðina
Staðarhól; staðhætti og sögustaði. Vonast er til að verkefni þetta verði þáttur í að
gera Staðarhól að áningarsta, þar sem hægt er að minnast og fræðast um Sturlu
og Sturlunga í samhengi við menningu og menningarlandslag svæðisins allt til
nútíma. Slíkt gæti orðið mikilvægur liður í því að byggja upp menningartengda
ferðaþjónustu í Dalabyggð. Sturlunefnd hefur forystu um Staðarhólsverkefnið
sem er unnið í samvinnu Fornleifafélags Barðstrendinga, Dalabyggða og Forn
leifastofnunar Íslands. Í Sturlunefnd eru Einar Kr. Guðfinnsson, formaður.,
Guðrún Nordal forsjóri stofnunar Árna Magnússonar, Bergur Þorgeirsson for
stöðumaður Reykholtsseturs, Sveinn Pálsson sveitarstjóri og Svavar Gestsson fyrr
verandi menntamálaráðherra sem er verkefnisstjóri. Fornleifafélag Barðstrend
ingð hefur í rúman áratug beitt sér fyrir fjölmörgum fornleifarannsóknum, m.a.
við Breiðafjörð.[1]
Haustið 2017 var fyrsti áfangi verksins unninn þegar skráðar voru minj ar
á Staðarhólsjörðinni sjálfri og Þurranesi ásamt því að stafrænni kortlagningu
staðhátta Sturlungu var lokið. Úrvinnsla úr þessum hluta verksins er enn ekki
hafin en unnið er að frekari öflun styrkja. Verkefnið hefur fram til þessa verið
styrk t af Dalabyggð, Mjólkursamsölunni, Menningarsjóði Kaupfélagi Skagfirð
inga, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Breiðafjarðarnefnd.
Birna Lárusdóttir, Elín Ósk Hreiðarsdóttir,
Emily Lethbridge og Guðrún Alda Gísladóttir
Staðarhóll í Dölum
– höfuðból Sturlunga í sögu og minjum