Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 39
BREIÐFIRÐINGUR 39
bók rímna (AM 604 4to, 15401560, sjá https://handrit.is/en/manuscript/view/
is/AM040604a), sem sonur Bjarna sýslumanns, Pétur, gaf Árna Magnússyni
handritasafnara árið 1707.
Staðarhóll kemur fyrir í nokkrum heimildum af ýmsu tagi frá miðöldum svo
sem Landnámabók, Eyrbyggja sögu, Sturlunga sögu, Árna sögu biskups, og í
fornbréfum. Með því að skoða atriði sem tengjast staðnum er hægt að byggja
upp mynd af sögu Staðarhóls, eins konar „ævisögu“ bæjarins, sem nær yfir mörg
hundruð ár. Myndin af staðnum sem byggist á grundvelli tilvísana í textum lifnar
við þegar þessir þræðir eru ofnir saman við niðurstöður fornleifaskráningar (þar
sem tala mætti um ævisögu landslags). Betri þekking á samspili staða og texta (og
á tengslum milli staða sem koma fyrir í þeim) fæst einnig með því að hnitsetja
textana og kortleggja þá stafrænt sem hluta Icelandic Saga Map verkefnisins.
Eins og nefnt er hér að ofan er eina af elstu tilvísunum í Staðarhól að finna
í Landnámabók. Bæjarnafnið kemur fram í Sturlubókargerðinni (sem Sturla
Þórðarson afritaði um það bil árin 1275–80): „SléttuBjörn hét maðr; hann
átti Þuríði dóttur Steinólfs ens lága; hann nam með ráði Steinólfs enn vestra
dal í Saurbœ; hann bjó á SléttuBjarnarstöðum upp frá Þverfelli. Hans son var
Þjóðrekr, er átti Arngerði, dóttur Þorbjarnar SkjaldaBjarnarsonar; þeira son var
VígaSturla, er bœinn reisti á Staðarhóli“ (S117; ÍF I, bls. 15859). Hauksbókar
gerðin (frá því um 130608) endurspeglar Sturlubók varðandi þessar upplýsingar,
en Haukur lögmaður Erlendsson notaði Sturlubók (ásamt hinni glötuðu Styrmis
bók) þegar hann bjó til sína útgáfu verksins. Það er athyglisvert að í Melabókar
Skjáskot úr Sagamap með texta og korti.