Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 47

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 47
BREIÐFIRÐINGUR 47 hleðslur um kálgarð eru í halla sunnan við Hólkot. Ekki er algengt að sjá tvær svo vel varðveittar hjáleigurústir á jafnlitlu svæði og hér um ræðir. Ræktunarminjar sem heyra að líkindum til umbótastarfs á 19. öld sjást óglöggt á nokkrum stöðum í túninu norðan undir bæjarhólnum. Þar er túngarður og nokkrar beðasléttur, þar sem svörður hefur verið ristur upp og land sléttað með handafli. Auk þess markar á loftmyndum fyrir túnbleðlum sem virðast hafa verið aðskildir. Þetta bendir til að landið kringum Staðarhól hafi ekki hentað til að rækta upp samfellt tún, að minnsta kosti ekki fyrir tíma vélvæðingar. Þetta rímar ágætlega við sagnir um að mjög blautt hafi verið kringum hólinn­– til að mynda segir í Jarðabókinni í upphafi 18. aldar að túnið sé votlent og sömuleiðis að vegur heim til bæjarins sé nær ófær árið um kring, svo brúa þurfi hann með stórkostlegri fyrirhöfn (JÁM VI, bls. 160­161). Túnakort frá því um 1920 staðfestir smæð túna og vekur nokkra furðu hve fá útihús hafa staðið í námunda við bæinn a.m.k. ef miðað er við það sem algengt er á stórbýlum. Útihús eða „búfjárhús“ hafa á tímum kortagerðarinnar flest verið í aðskildu túni austan bæjarhól, þar sem áður stóð bærinn Fjósakot. Þar eru leifar ungra fjárhúsa úr blönduðu byggingarefni og sömuleiðis sést þar kálgarður, áfastur jarðlægri útihúsarúst. Þær minjar sem hér hefur verið lýst eru allar innan marka Staðarhóls, eins og jörðin er skilgreind nú. Minjar í Þurraneslandi voru einnig skráðar haustið 2017. Þurraness er fyrst getið í heimildum um 1700 í Jarðabók Árna og Páls (JÁM VI, 163) en hefur án efa byggst frá höfuðbólinu nokkuð fyrr. Leigan var greidd í smjöri en aðrar kvaðir eru ekki nefndar. Jörðin er fremur lítil og í heimildum frá 1731 er heimatúnið sagt lítið, snöggt og harðlent (Jarðabók yfir Dalasýslu 1731, 22). Auk heimalandsins átti jörðin slægju­ og beitarítak í Staðarhólsodda (Fasteignamat 1916­1918: Dalasýsla, 100). Skilyrði til túnræktar á jörðinni hafa breyst mikið með vélvæðingu og mikil tún hafa verið gerð um næstum alla landar­ eignina. Eitthvað af minjum hefur horfið í þeim framkvæmdum. Þær fornleifar sem skráðar voru eru að líkindum flestar frá 19. öld og dæmigerðar búskapar­ minjar frá því tímabili. Nokkra athygli vakti myndarlegur rústahóll í Stórumóum vestan við bæ en þar virtist talsverð upphleðsla mannvistarlaga og tvær eða þrjár tóftir. Í hólnum var stekkur á seinni öldum, nefndur Stóristekkur, en ýmislegt bendir til að þar megi finna eldri mannvistarleifar undir þeim sem sjást á yfirborði í dag. Reyndar er sömu sögu að segja víðar, þ.e. að eldri mannvistarleifar geta vel leynst undir sverði þótt litlar sem engar minjar sé að sjá á yfirborði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.