Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 50
BREIÐFIRÐINGUR50
Sturlunefnd vinnur að því að koma upp minningarreit um sagnahöfundinn mikla Sturlu Þórðarson að Staðarhóli í Saurbæ í Dalabyggð. Unnið hefur
verið að fornminjaskráningu á svæðinu, bæði á Staðarhóli og nágrenni. Frá þessari
skráningu er sagt í þessu hefti Breiðfirðings í grein eftir þær Birnu Lárusdóttur,
El ínu Hreiðarsdóttur, Emily
Leth bridge og Guðrúnu Öldu
Gísla dóttur, sjá bls 33. Fjármagn
til að kosta skráninguna fékkst
frá Mjólkursamsölunni, Menn
ing ar sjóði Kaupfélags Skag
firð inga, Dalabyggð, Upp
bygg ingarsjóði Vesturlands og
Breiða fjarðarnefnd. Í sumar, 29.
júlí, verður haldin Sturluhátíð
í Tjarnarlundi í Saurbæ. Þær
stöllur segja frá fornminjaskráningunni og því helsta sem þar kemur fram.
Guðrún Ása Grímsdóttir flytur þar erindi sem
hún nefnir Glímt við Sturlungu. Í því verður sagt frá
undirbúningi útgáfu á Sturlungu á vegum Hins íslenska
fornritafélags sem ætlað er að komi út á næstunni.
Rætt verður um ólíkar leiðir sem farnar hafa verið
í fyrri útgáfum, hvaða leið er valin í þessari og helstu
vandamál við útgáfu á svo fornu og flóknu verki
sem þessu. Sturlunga er varðveitt í tveimur óheilum
Sturlunefnd, talið frá vinstri: Sveinn Páls son,
Berg ur Þorgeirsson, Einar K. Guðfinnsson, Guð-
rún Nordal, Svavar Gestsson.
Minningarreitur um
Sturlu Þórðarson
Guðrún Ása