Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 58
BREIÐFIRÐINGUR58
Guðmundur Árnason varðveitti bréf frá Torfa í Ólafsdal, dags. 24. ágúst 1899,
þar sem hann þakkar fyrir „bréf 7. f.m. og því meðfylgjandi kr. 74.50. Mjer kom
það mjög vel að þú sendir mér borgunina svo fljótt, því ég var í peningakrög
gum.“ Bréfið fjallar svo um ýmis verkfæri og að lokum eru almenn tíðindi.
Guðmundur Árnason (1871–1966), afi minn, var Breið dælingur og bjó á
Gilsárstekk í Breiðdal í SuðurMúlasýslu frá aldamótum fram yfir 1930, þegar
sonur hans tók við búinu. Þegar sú för var farin sem hann segir hér frá bjó hann
með föður sínum á Þorvaldsstöðum í sömu sveit. Eins og fram kemur í upphafi
þessarar stuttu frásagnar var hann búfræðingur og hafði mikinn áhuga á bættum
vinnubrögðum við búskapinn. Þessa frásögn skrifaði hann eftir minniskompum
um 1950. Með henni er varðveitt bréf frá Torfa í Ólafsdal sem vitnað er til að
lokum. Alla æfi minntist afi minn Torfa og brautryðjandastarfs hans með mikilli
virðingu og hlýhug.
Vésteinn Ólason
Eptir að hafa staðist próf frá búnaðarskólanum á Eiðum 1895 vann ég næstu ár, vor og haust, að jarðabótum hjá Búnaðar
félagi Breiðdæla. Vinnan var þúfnasléttun – langmest –
skurða gjörð, opnir og lokaðir, og garðhleðsla, snidda eða
grjót; sumstaðar hvort tveggja. Áhöld við vinnuna voru
skóflan – rek an – og kvísl – gaffall. Til að auðvelda ofan
af ristu, losa þökuna, var skófl an dengd og svo brýnd með
þjöl, þegar þurfa þótti. Síðan var flagið stungið upp með
skóflunni, hnausarnir muldir með henni, og flagið jafnað
Ferð í Ólafsdal 1898
Frásögn Guðmundar Árnasonar