Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 64
BREIÐFIRÐINGUR64
Árni Björnsson
Huldubyggðir
við Breiðafjörð
Dalasýsla er vel þekkt sem einkar sögurík byggð. Það er leitun á eins miklum sagnaarfi frá jafnlitlu svæði. Þetta á bæði við um fornsögur og
seinni tíma sögur. Sögusvið fyrstu fullburða íslensku skáldsögunnar á síðari öld
um, Pilts og stúlku eftir Jón Thoroddsen, er öðru fremur Sælingsdalur, þar sem
Jón var einmitt smali á æskuárum sínum.
Ég hef orðað þá skýringu á þessum sagnaauði, reyndar við litla hrifningu
sveitunga minna, að Dalamenn hafi átt af svo litlu að státa í landslaginu, engir
háir fossar, engir jöklar, engin eldfjöll, engir hraunhellar, engin fjöll yfir þúsund
metra, varla nokkrar sérkennilegar bergmyndanir eða stöðuvötn í sérstæðu
umhverfi. Þess vegna hafi Dalamenn þurft að stæra sig af afrekum sínum og
forfeðra sinna og halda til haga eða færa í stílinn sögur af þeim – til að vera
viðræðuhæfir á mannamótum.
Þessi sögufrægð á hins vegar ekki sérstaklega við um þjóðsögur. Ekki svo að
skilja að þar sé um neina ördeyðu að ræða, öðru nær, en ég fæ ekki séð að varðveist
hafi fleiri þjóðsögur af nokkrum toga úr Dölum að tiltölu við aðrar byggðir. Og
enginn meiri háttar þjóðsagnasafnari á 19. öld kom úr þessari byggð, enginn á
borð við Jón Árnason, Gísla Konráðsson, Ólaf Davíðsson, Jón Þorkelsson, Sigfús
Sigfússon eða Jónas frá Hrafnagili.
Á þessu er reyndar ein merkileg undantekning, en það er Ólafur Sveinsson
bóndi í Purkey, sem þegar um 1830 skráði hartnær 30 álfasagnir úr nágrenni
sínu, 15 árum áður en þeir Jón Árnason og Magnús Grímsson hófu að safna
þjóðsögum. Álfarit Ólafs í Purkey var hins vegar ekki prentað í heild fyrr en í
lokabindinu af heildarútgáfunni á þjóðsögum Jóns Árnasonarárið 1961..
Þess má einnig geta að síra Friðrik Eggerz í Akureyjum (18021894) safnaði