Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 65
BREIÐFIRÐINGUR 65
miklu af þjóðsögum og öðru þjóðlegu efni, en vildi ekki láta Jón Árnason hafa
neitt af því sakir vinfengis Jóns og seinna mægða við fjandmann Friðriks, Þorvald
Sívertsen í Hrappsey.
Af þjóðsagnasöfnurum úr Dölum á 20. öld má nefna að síra Jón Thorarensen
var fæddur í Saurbænum og ömmubarn Herdísar Andrésdóttur, en Rauðskinna
hans frá miðri öldinni er þó að mestu leyti bundin við Suðurnes. Bergsveinn
Skúlason skráði Breiðfirskar sagnir um svipað leyti, en þær eru að mestu leyti
úr sjálfum Breiðafjarðareyjum. Magnús Gestsson frá Ormsstöðum og síðar safn
stjóri á Laugum safnaði einnig sögum í Dölum eftir miðja öldina.
Dalamenn höfðu auk þess jafnan verið greiðugir að láta sögur af hendi rakn a.
Einna fyrstur þeirra var síra Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku, faðir Theo
dóru Thoroddsen og þeirra systra, sem meðal annars sá Jóni Árnasyni fyrir grein
argerð um híbýli, háttalag, húsdýraeign, félagslíf, valdstjórn, verslunarhætti,
trúarbrögð og kirkjusiði huldufólks. Af aðkomumönnum sem söfnuðu sögum
í Dölum á 20. öld má nefna þá Þórberg Þórðarson, Sigurð Nordal og Ragnar
Ásgeirsson.
Ef reynt skal að kortleggja huldufólksbyggðir á þessu svæði eftir helstu þjóð
sagn asöfnum og sleppt er draugum, vofum, svipum og skrímslum, þá finnast um
60 nafngreindar huldubyggðir á Breiðafjarðarsvæðinu, en sé miðað við Dalasýslu
eina, þá verða þær um 30. En stundum eru fleiri en ein sögn tengd við sama stað.
Flest minnin í þessum sögnum eru af vel þekktri gerð. Huldufólk leitar að
stoðar, biður um mjólk handa barni eða fæðingarhjálp, fær lánaðan hrút handa
ánum sínum og launar með dýrgrip eða velgengni. Menn heyra strokkhljóð í klett
um eða klukknahljóð og söng og stundum heyrist kveðið úr steini. Huldufólkið
er yfirleitt kristið þótt það virðist oft vera katólskt og á sinn eigin sálmakveðskap.
Stundum fá menn að sjá inn í glæstar kirkjur þeirra. Þá eru nokkrar sagnir um
ástamál eða girndarbruna, menn ganga til álfkvenna í hóla eða þær vitja manna
heim til þeirra og reyna að tæla feimna pilta. Stundum verða mennskar konur
þungaðar af huldumanni og því fylgja ástaljóð. Nokkrar sögur tengjast álagablett
um og hefnd huldufólks, ef menn virða ekki þá einföldu náttúruvernd að láta
hólinn eða klettinn þeirra í friði. Oftast eru sögurnar fremur einfaldar í sniðum
og margar þeirra eru ekki annað en sýnir eða draumsýnir.
Snæfellsnes norðanvert
Ef við reynum að fara hringinn um allan Breiðafjörð og taka nokkur dæmi, þá er