Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 65

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 65
BREIÐFIRÐINGUR 65 miklu af þjóðsögum og öðru þjóðlegu efni, en vildi ekki láta Jón Árnason hafa neitt af því sakir vinfengis Jóns og seinna mægða við fjandmann Friðriks, Þorvald Sívertsen í Hrappsey. Af þjóðsagnasöfnurum úr Dölum á 20. öld má nefna að síra Jón Thorarensen var fæddur í Saurbænum og ömmubarn Herdísar Andrésdóttur, en Rauðskinna hans frá miðri öldinni er þó að mestu leyti bundin við Suðurnes. Bergsveinn Skúlason skráði Breiðfirskar sagnir um svipað leyti, en þær eru að mestu leyti úr sjálfum Breiðafjarðareyjum. Magnús Gestsson frá Ormsstöðum og síðar safn­ stjóri á Laugum safnaði einnig sögum í Dölum eftir miðja öldina. Dalamenn höfðu auk þess jafnan verið greiðugir að láta sögur af hendi rakn a. Einna fyrstur þeirra var síra Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku, faðir Theo­ dóru Thoroddsen og þeirra systra, sem meðal annars sá Jóni Árnasyni fyrir grein­ argerð um híbýli, háttalag, húsdýraeign, félagslíf, valdstjórn, verslunarhætti, trúarbrögð og kirkjusiði huldufólks. Af aðkomumönnum sem söfnuðu sögum í Dölum á 20. öld má nefna þá Þórberg Þórðarson, Sigurð Nordal og Ragnar Ásgeirsson. Ef reynt skal að kortleggja huldufólksbyggðir á þessu svæði eftir helstu þjóð­ sagn asöfnum og sleppt er draugum, vofum, svipum og skrímslum, þá finnast um 60 nafngreindar huldubyggðir á Breiðafjarðarsvæðinu, en sé miðað við Dalasýslu eina, þá verða þær um 30. En stundum eru fleiri en ein sögn tengd við sama stað. Flest minnin í þessum sögnum eru af vel þekktri gerð. Huldufólk leitar að­ stoðar, biður um mjólk handa barni eða fæðingarhjálp, fær lánaðan hrút handa ánum sínum og launar með dýrgrip eða velgengni. Menn heyra strokkhljóð í klett­ um eða klukknahljóð og söng og stundum heyrist kveðið úr steini. Huldufólkið er yfirleitt kristið þótt það virðist oft vera katólskt og á sinn eigin sálmakveðskap. Stundum fá menn að sjá inn í glæstar kirkjur þeirra. Þá eru nokkrar sagnir um ástamál eða girndarbruna, menn ganga til álfkvenna í hóla eða þær vitja manna heim til þeirra og reyna að tæla feimna pilta. Stundum verða mennskar konur þungaðar af huldumanni og því fylgja ástaljóð. Nokkrar sögur tengjast álagablett­ um og hefnd huldufólks, ef menn virða ekki þá einföldu náttúruvernd að láta hólinn eða klettinn þeirra í friði. Oftast eru sögurnar fremur einfaldar í sniðum og margar þeirra eru ekki annað en sýnir eða draumsýnir. Snæfellsnes norðanvert Ef við reynum að fara hringinn um allan Breiðafjörð og taka nokkur dæmi, þá er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.