Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 66
BREIÐFIRÐINGUR66
sögnin frá Hjallasandi um sjómenn sem sprengdu stein huldukonu í fjörunni og
drukknuðu síðan. Í Ólafsvíkurenni sést fólk inni í bjarginu, í Vatnabúðum biður
glæsilegur huldumaður ungrar heimasætu árangurslaust. Sá frægi Árni í Botni,
sem spurði hvort bátar sínir mundu róa í dag, hann átti sér flet úti í skemmu og
þar átti hann vingott við huldukonu og lenti hún eitt sinn á gesti sem Árni hafði
lánað rúm sitt. Á bænum Hóli í sömu sveit heillaði huldukona ungan bónda
til sín, en móður hennar tókst að fá eiginkonunni hann aftur. Á Svelgsá betlar
huldukona mat um jólin. (JÁ I, 9, 100; JÞ, 24.)
Í LitlaLangadal á Skógarströnd leika krakkar sér við álfabörn, vinnumaður á
Breiðabólstað fær tóbak og brennivín hjá huldufólki, á Bíldhóli amast huldukona
við ærslaleikjum barna á grjóthól sínum, á Leiti biður huldukona um mjólk
meðan hana vantar kú, á Hólmlátri sést huldufólk á hestbaki. (JÁ III, 45; VI, 30;
ÓD I, 17, 26, 62; SS III, 172.)
Suður-Dalir
Á Hrafnabjörgum í
Hörðu dal verður maður
vitni að messugerð hjá
huldu fólki. Í Snóksdal
var SilungaBjörn kaupa
maður og síðar bóndi
á Vatni í Haukadal. Á
báðum stöðum iðk
aði hann hólgöngur til
huldukvenna og kaf aði
í undirgöng í Hauka
dalsvatni. SilungaBjörn
þessi átti að vera kominn
af sækonu í Elliðaey á
Breiðafirði, en hans finnst
ekki getið í sálnaregistrum.
Í Hundadal og á Svínhóli í
Miðdölum sækjast fagrar
huldumeyjar eftir ungum
piltum, sem ekki hafa
Höfundur og Blær dótturdóttir hans undir hí býl-
um huldufólks í Húsakletti á Þorbergsstöðum.