Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 71
BREIÐFIRÐINGUR 71
Sælingsdal í fylgd prestanna Páls Mathiesen í Hjarðarholti og Þorleifs Jónssonar í
Hvammi. Þar segist honum svo frá (Maurer. Íslenskar alþýðusögur. Rv. 2015, 22;
Íslandsferð 1858, Rv. 1997, 217–218):
Kirkjuna í Sælingsdalstungu, þá sem minnst er á í síðasta kafla sjálfrar Eyrbyggju,
varð á sínum tíma að flytja um set vegan álfanna. Þeir bjuggu nefnilega í stapa einum
sem var gegnt dyrum gömlu kirkjunnar. Þá gerðist það einu sinni þegar presturinn
flutti messuna frammi fyrir altarinu að hann leit út um opnar kirkjudyrnar. Hann sá
að álfastapinn var opinn og hvernig álfarnir létu öllum illum látum þar inni. Í stað
þess að halda áfram með messuna ruglaðist hann alveg í ríminu og fór að segja furðu
lostnum söfnuðinum frá þessari sýn sinni, og til þess að koma í veg fyrir slíka óhæfu
í framtíðinni er sagt að þá hafi menn ákveðið að flytja kirkjuna.
Annar hvor prestanna hlýtur að hafa sagt Maurer þessa sögu. Hún kann að hafa
verið lengri því Maurer þurfti annað tveggja að hripa punkta hjá sér á hestbaki
ellegar skrifa í dagbók sína á kvöldin eftir minni áður en hann tók á sig náðir.
Sonur síra Þorleifs, Jón seinast prestur á Ólafsvöllum á Skeiðum, var hinsvegar
mikill vinur Jóns Árnasonar og einn þeirra, sem ætluðu að safna fyrir hann sögum
og ævintýrum. Hann var líka tvo daga með Konrad Maurer inni í Þórsmörk á
„Engin þessara sagna getur þó talist umtalsvert listaverk, að einni undanskilinni. Það
er að sjálfsögðu sagan Tungustapi sem hver smásagnahöfundur í heimi gæti verið
full sæmd ur af. Hún er listræn meðal huldufólkssagna líkt og Djákninn á Myrká meðal
draugasagna. Hún virðist líka vera verk einstaks höfundar.“ Myndina tók Haukur Már
Haraldsson.