Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 77
BREIÐFIRÐINGUR 77
þessa setningu í Vísi í desember 1935 í dómi um
eina tónleika þeirra. „Ef nokk urn söngmanninn
ætti að nefna öðrum frem ur, þá væri það helst
bass inn, Jón Jónsson frá Ljárskógum, sem hefir
afburðagóða rödd, djúpa og hljómfallega.”
Eftir stúdentspróf flutti Jón til Reykjavíkur
og að endingu til Ísafjarðar. Þaðan var konan
hans, Jónína Kristín Jónsdóttir, og þar fæddist
sonurinn Hilmar Bragi.
Jón lést úr berklum á Vífilsstaðaspítala.
Mörg af kvæðum Jóns urðu gríðarvinsæl
sönglög eins og „Káta Víkurmær/Fornar ástir“
(við lag Benja mins Hanby), „Sestu hérna hjá
mér“ (við lag Liliuokalani) og „Húmar að kveldi“
(við lag Stephens Foster). Úrval ljóða hans kom
út árið 1976 í ritstjórn Steinþórs Gestssonar
sem var einn félag anna í MAkvartett inum.
Áður hafði komið út ljóðabókin Syngið streng
ir, Fjallkonuútgáfan 1941. Þessi bók var til á
flestöllum heim ilum Dalamanna um og fyrir
miðja síðustu öld. Ástæðurn ar voru tvær: Jón var
ljóðskáld sem orti sig ungu fólki beint í hjarta
stað og við það bættist svo að MAkvartettinn
söng sig inn í hjörtu landsmanna og gerir enn.
Og svo dó hann svo ungur. Og úr berklum.
Svo vill til að pabbi minn Gestur Sveinsson,
f. 1920, d. 1980, átti þessa ljóðabók, Syngið
strengi r, og lét binda hana inn. En bókina átti líka
pabbi konu minnar, Ágúst Bjarna son, f. 1918, d.
1994, sem var sjálfur söngvari listagóður. Þessa
bók til Ágústs áritaði Jón með vísu:
Stílabók Jóns í MA veturinn
1932–1933. Forsíða og síðasta
síðan. Meira að segja kvittað
fyrir með glæsilegri skrift.
Áritun til Ágústs Bjarnasonar.