Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 84
BREIÐFIRÐINGUR84
tunglið í fyllingu og frostið 20 gráður. Eg bar leppagarmana mína en Valgrímur
bar póstinn, höfðum báðir mannbrodda og broddstaf.
Þegar við komum út á Tröllaháls fengum við okkur hressingu. Eg hafði
hangiket að heiman, en það var bara svo freðið að það var lítið étandi af því, allt
gaddfreðið.
Við komum að Grund í Grundarfirði. Þar bjó þá prestur sem Ólafur hét
Stephensen. Þar komum við inn. Eg var látinn fara í aðra stofu en Valgrímur.
Það opnaðist hurð á milli herbergjanna og sá eg þar feiknastórt veisluborð, sem
Valgrímur sat við. Herbergið sem eg var í var óupphitað og gluggarnir margfaldir
af hélu. Eg saup á Hoffmannsdropum, sem eg hafði fengið mér í Stykkishólmi.
Prestur kemur inn ljótur á svipinn, lítur í kringum sig, segir ekkert og fer út.
Rétt á eftir fæ eg hálfkalt molakaffi. Þegar við vorum komnir út kveður prestur
Valgrím, ekki mig.
Þegar við komum út að Búlandshöfða þá var feiknalangur og breiður skafl,
sem náði alveg niður á kletta, mikið harðfenni og gaddur. Valgrímur hjó holur
með skóflunni í gaddinn og í þær fórum við yfir höfðann.
Þegar við komum út í Fróðárhrepp, þá komum við að Brimilsvöllum til Ólafs
bónda og konu hans. Þessi hjón veittu okkur prýðilegan greiða. Það var auðséð
á góðgerðunum, að þau vissu hvað passaði best að bera fyrir langferðafólk. Við
fengum flóaða mjólk og súrt slátur. Við nutum þess vel. Við fórum inn í baðstofu,
feiknastóra og rúmgóða. Það var eldavél í þessu herbergi og nógur hiti. Hjónin
Trilla í vörinni
í Keflavík á
Hellissandi.