Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 85
BREIÐFIRÐINGUR 85
voru bæði stórmyndarlegt fólk. Sérstaklega þýðleg og skemmtileg í viðtali og allri
framkomu. Guð blessi þau.
Um kvöldið komum við á Hellissand. Eg fór til Jóns á Munaðarhóli. Hann var
kunningi föður míns. Hann var lágur vexti, gildvaxinn og aðgengilegur maður.
Hann fylgdi mér til Þorsteins Þorsteinssonar frá Fagradalstungu, því hjá honum
var eg ráðinn yfir vertíðina. Kona hans hét Pétrún. Þau áttu fáein ung börn og
voru bláfátæk. Þessi hjón voru mannvænleg og börnin þokkaleg. Eg var í bæ
þeirra. Hann hét Fögruvellir.
Morguninn eftir sá eg þetta endalausa ólgandi haf, Jökulinn og hraunið. Það
var sannarlega annar heimur samanborið við það sem eg hafði vanist. Fólkið var
góðmannlegt en bar þó annan blæ og hætti en Dalafólkið. Mér féll vel við karlana
bæði á sjó og landi, en kynntist lítið kvenþjóðinni.
Blærinn á fólki undir Jökli
Það var harðari lífsbarátta fólks á Hellissandi og hjá fólki sem lifði við svipaðar
lífsaðstæðu, heldur en þess fólks sem ekki þurfti að sækja gull í greipar ægis.
Þó að stundum væri logn og blíða á sjónum, þá var það oft fljótt að breytast í
óstöðvandi veðurofsa, þegar enginn gat við neitt ráðið. Þegar mannskapurinn
var búinn að leggja fram alla sína líkams og sálarkrafta og reyna í það ýtrasta að
ná landi og verða svo að hætta allri tilraun til að halda lífi, þá dofnaði vonin um
lífið. Það veltur á ýmsu hvernig fer, þegar svona er komið. Sumir lifa, en sumir
deyja, svona er lífið.
Fyrir 1920 urðu menn kringum allt land að sækja lífsbjörg sína í vélarlausum
skipum út á haf, þó misjafnlega langt væri. Þrældómurinn var yfirgnæfandi. Þetta
setti annan blæ á gömlu mennina og konur. Þeir urðu fyrr lúalegir sem fengu
þessa lífsreynslu.
Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stæltu kjark.
Örn Arnarson
Kaupstaðalífið var gott í góðum árum en verra í vondum árum. Meiri félagsskapur
í þorpum, léttara yfir unga fólkinu. Annar blær í sveitinni, minni gleði í æskunni.
Eg hef nú séð fólk úr öllum sýslum landsins. Mér hefur fundist að hver sýsla