Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 94

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 94
BREIÐFIRÐINGUR94 úra­ og skartgripasmiður. Hann taldi þá að ef að hann lifði af fjárhagslega næstu tvö árin myndi honum vel farnast. En svo kom stríðið. Þann 4. ágúst 1914 komu Bretar til varnar Frökkum og Belgum og lýstu yfir stríði á hendur þýska keisaradæminu. Kanada lýsti strax daginn eftir yfir þátttöku sinni í þeim stríðsrekstri. Ungir menn af íslensku bergi brotnir vildu ekki vera eftirbátar annarra þjóðarbrota þegar kom að því að verja hina nýju fósturjörð. Gengu því margir þeirra umsvifalaust í herinn þegar eftir því var kallað. Samkvæmt Minningarriti íslenskra hermanna, sem kom út í Winnipeg 1923, gengu rétt tæplega 1000 Kanadamenn af íslenskum uppruna í herinn og tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni með einum eða öðrum hætti. Þar er þó ekki allra getið eða þeir réttilega skráðir eins og greinir hér að framan. Hallgrímur, sem á þessum árum kallaði sig H.W. Gislason eða Hal Gislason, gekk í kanadíska herinn þann 14. maí 1915 í herstöðinni í Sewell í Manitoba. Sewell­herstöðin (seinna Camp Hughes) var staðsett um 10 kílómetrum fyrir vestan Carberry við kanadísku Kyrrahafs­járnbrautarlínuna. Í þessari herstöð voru í fyrri heimsstyrjöldinni þjálfaðir 38.000 hermenn og var þessi kampur um tíma, árið 1916, fjölmennasta „þéttbýli“ í Manitoba, fyrir utan Winnipeg. Skotgrafakerfið sem notað var við æfingar fyrir Evrópuherinn (The Canadian overseas expeditionary force) í fyrri heimsstyrjöldinni stendur enn óhreyft og er hið eina sinnar tegundar í Norður­ Ameríku. Eftir herþjálfun taldist Hallgrímur til 53. herfylkis (Battalion) sem gekk undir nafninu Northern Saskatchewan. 53. herfylkið sigldi úr höfn frá Kanada til Evrópu með S.S. Empress of Britain í endaðan mars 1916 og var komið til Englands þann 9. apríl. Þegar þarna var komið sögu höfðu kanadískir hermenn lengst af verið í skotgröfum á vesturvígstöðvunum (Ypres) þá um veturinn. Í júníbyrjun 1916 varð 28. kanadíska herfylkið fyrir miklu mannfalli við Hooge og St. Eloi og voru í framhaldi af því sendir 250 Kanadamenn menn úr 53. herfylki frá Englandi því til styrkingar. Í þeim hópi var Hallgrímur Valgeir Sigurðsson sem var skráður til þjónustu á vígvelli, þann 09.06.1916. Þann 1. júlí 1916 hófst mesta orrusta fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem kennd er við ána Somme í Belgíu. Somme­orrustan var í raun þrjár samstilltar stórárásir Frakka og Breta, í þeim tilgangi að brjótast í gegnum þýsku víglínuna. Í ágústlok 1916 voru kanadískar herdeildir sendar fremst í víglínuna til að taka við af áströlskum og nýsjálenskum herjum sem borið höfðu hita og þunga af orrustunni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.