Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 98
BREIÐFIRÐINGUR98
sem áður höfðu verið bundnar á rússnesku víglínunni. Strax og framsókn þýska
hersins hófst gripu bandamenn til mótaðgerða og var öllu tjaldað til og einnig
varaherjunum.
Þann 29. mars 1918 er Hallgrímur færður úr 15. Kanadíska varaliðinu og
tekinn aftur inn í sitt gamla herfylki, 28. herfylkið, og samdægurs er hann kominn
til Étables í Frakklandi, en þar var safnsvæði fyrir fylkið. Fram á vígvöllinn var
hann kominn viku seinna. Þann 18. maí er Hallgrímur kominn fram í víglínuna.
Þýska stórsóknin var smám saman að fjara út fram í júlí og þegar ljóst mátti vera að
sóknin hefði ekki náð markmiði sínu fóru hershöfðingjar bandamanna að leggja á
ráðin um að nota stöðuna sér í hag og brjóta þýska herinn á bak aftur. Herstjórn
bandamanna hafði tekið eftir því að alltaf þegar hinir harðskeyttu Kanadamenn
voru fluttir í framlínuna gripu Þjóðverjar til sérstakra varúðarráðstafana. Í þetta
skiptið var því farið út í blekkingaraðgerðir sem bentu til þess að kanadíski
herinn væri að vígbúast við Ypres í Flandern, á meðan hann var í raun og veru
að koma sér fyrir við Amiens. Út var gefin þagnartilskipun þar sem bannað var
með öllu að ræða hina raunverulegu stöðu málsins upphátt við nokkurn mann,
til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjum bærist njósn af herflutningunum. Í
þessu áhlaupi var allt miðað við að koma óvininum sem mest á óvart. Hinum
hefðbundnu stórskotaliðsárásum og loftárásum, sem alla jafnan voru undanfari
framrásar fótgönguliðsins, var alveg sleppt, en fótgönguliðið eflt enn frekar með
meira en 500 skriðdrekum. Að morgni 8. ágúst 1918 hófst sóknin. 28. herfylkið,
sem Hallgrímur tilheyrði, sótti fram hægra megin næst veginum á milli Amiens
og VillersBretonneux. Sóknin kom þýska hernum fullkomlega í opna skjöldu.
Kanadísku herdeildirnar sóttu fram eina 13 kílómetra fyrsta daginn. Þoka huldi
stóran hluta svæðisins meðfram Luceánni, sem var aðalviðfangsefni kanadísku
hermannanna, og hlífði hún þeim og jók enn á það forskot sem hinn leynilegi
undirbúningur hafði skapað. Skriðdrekasóknin tókst sérlega vel. Skriðdrekarnir
brunuðu í gegnum víglínuna og réðust beint á bakvarnirnar og olli það mikilli
óreiðu og ruglingi hjá þýska hernum. Þennan dag kallaði Erich Ludendorff
hershöfðingi síðar „svartasta dag þýska hersins“. Þann 10. ágúst var búið að reka
þýska herinn aftur fyrir Hindenburglínuna, þaðan sem sókn þeirra um vorið
hafði hafist. Orrustan við Amiens var upphafið að „100 daga stríði kanadíska
hersins“, sem var lokaframsókn fyrri heimss tyrj ald ar innar.