Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 98

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 98
BREIÐFIRÐINGUR98 sem áður höfðu verið bundnar á rússnesku víglínunni. Strax og framsókn þýska hersins hófst gripu bandamenn til mótaðgerða og var öllu tjaldað til og einnig varaherjunum. Þann 29. mars 1918 er Hallgrímur færður úr 15. Kanadíska varaliðinu og tekinn aftur inn í sitt gamla herfylki, 28. herfylkið, og samdægurs er hann kominn til Étables í Frakklandi, en þar var safnsvæði fyrir fylkið. Fram á vígvöllinn var hann kominn viku seinna. Þann 18. maí er Hallgrímur kominn fram í víglínuna. Þýska stórsóknin var smám saman að fjara út fram í júlí og þegar ljóst mátti vera að sóknin hefði ekki náð markmiði sínu fóru hershöfðingjar bandamanna að leggja á ráðin um að nota stöðuna sér í hag og brjóta þýska herinn á bak aftur. Herstjórn bandamanna hafði tekið eftir því að alltaf þegar hinir harðskeyttu Kanadamenn voru fluttir í framlínuna gripu Þjóðverjar til sérstakra varúðarráðstafana. Í þetta skiptið var því farið út í blekkingaraðgerðir sem bentu til þess að kanadíski herinn væri að vígbúast við Ypres í Flandern, á meðan hann var í raun og veru að koma sér fyrir við Amiens. Út var gefin þagnartilskipun þar sem bannað var með öllu að ræða hina raunverulegu stöðu málsins upphátt við nokkurn mann, til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjum bærist njósn af herflutningunum. Í þessu áhlaupi var allt miðað við að koma óvininum sem mest á óvart. Hinum hefðbundnu stórskotaliðsárásum og loftárásum, sem alla jafnan voru undanfari framrásar fótgönguliðsins, var alveg sleppt, en fótgönguliðið eflt enn frekar með meira en 500 skriðdrekum. Að morgni 8. ágúst 1918 hófst sóknin. 28. herfylkið, sem Hallgrímur tilheyrði, sótti fram hægra megin næst veginum á milli Amiens og Villers­Bretonneux. Sóknin kom þýska hernum fullkomlega í opna skjöldu. Kanadísku herdeildirnar sóttu fram eina 13 kílómetra fyrsta daginn. Þoka huldi stóran hluta svæðisins meðfram Luce­ánni, sem var aðalviðfangsefni kanadísku hermannanna, og hlífði hún þeim og jók enn á það forskot sem hinn leynilegi undirbúningur hafði skapað. Skriðdrekasóknin tókst sérlega vel. Skriðdrekarnir brunuðu í gegnum víglínuna og réðust beint á bakvarnirnar og olli það mikilli óreiðu og ruglingi hjá þýska hernum. Þennan dag kallaði Erich Ludendorff hershöfðingi síðar „svartasta dag þýska hersins“. Þann 10. ágúst var búið að reka þýska herinn aftur fyrir Hindenburg­línuna, þaðan sem sókn þeirra um vorið hafði hafist. Orrustan við Amiens var upphafið að „100 daga stríði kanadíska hersins“, sem var lokaframsókn fyrri heimss tyrj ald ar innar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.