Breiðfirðingur - 01.05.2018, Side 99
BREIÐFIRÐINGUR 99
Þann 11. ágúst lenti Hallgrímur í því
að innbyrða eitrað vatn. Vígvöllurinn
var víða orðinn gegnsósa af eiturgasi
sem notað hafði verið stóran hluta
stríðstímans og settist gasið í allt
sem fyrir varð, vatn, mat og tóbak.
Hermennirnir þurftu því ekki að
lenda í gasmekkinum sjálfum til
þess að veikjast eða deyja. Gasið var
allstaðar í umhverfinu. Hallgrímur
var fluttur á 1. suðurafríska
aðalspítalann í Abbeville, þar sem
hann lá veikur í eina tvo mánuði.
Þann 19. október er hann aftur
kominn á vígvöllinn, til að taka þátt
í lokahnykknum í stríðsrekstrinum.
Á þessum tíma lenti Hallgrímur í sinnepsgasi, sem stórskemmdi í honum lungun
og varð þess valdandi að hann var sjúkur maður alla tíð síðan. Eftir að stríðinu
lauk þann 11. nóvember 1918, var Hallgrímur með herdeild sinni fram undir
áramótin 19181919. Það má segja að 28. herfylkið hafi lokið stríðinu með
jólamáltíðinni, sem reyndar var frestað til 30. desember þar sem kalkúninn mætti
seint og illa. Þennan sama dag, 30. desember 1918, fer Hallgrímur með herfylki
sínu aftur til Englands, til herstöðvarinnar í Bramshott. Hallgrímur var afskráður
úr kanadíska hernum þann 6. maí 1919. Þá hafði hann verið í rétt rúm þrjú ár í
hernum og þar af 191 dag á vígvellinum.
Hallgrímur settist nú að í St. Leonardsonsea, ásamt Annie konu sinni og
syninum Douglas Hurley, sem fæddist þeim hjónum árið 1918. Hallgrímur tók
til við sína fyrri iðju, opnaði úra og skartgripaverslun í Hastings og rak hana í
einhver ár. Fljótlega kom þó í ljós að hin sködduðu lungu hans þoldu ekki raka
loftið á SuðurEnglandi, og ekki bætti úr skák að hann fékk berkla ofan í sín
skemmdu lungu. Varð því að ráði hjá þeim hjónum að flytja til Kanada, í þurrara
og heppilegra loftslag. Ekki var haldið á Íslendingaslóðirnar í Manitoba heldur
til New Brunswick á austurströndinni. Þegar þarna var komið hafði Hallgrímur
misst öll tengsl við ættfólk sitt, bæði á Íslandi og í Kanada. Hallgrímur hélt áfram
Sam og Hurley Gills