Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 105
BREIÐFIRÐINGUR 105
Dröngum á Skógarströnd. Bókina um ævi hans,
sem heitir Kaldur á köflum, skrifaði Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson: „En árin 1918 og 1919 reyndust mér
svo erfið, að það brast fyrir mér, og stuðlaði margt
að því. Þá voru frost meiri en elztu menn mundu.
Þá lagði allan Hvammsfjörð, svo að hestís var alla
leið til Stykkishólms... Þessa vetur féll afar mikið
af rjúpu og æðarfugli, og lágu fuglarnir í þúsunda
tali helfrosnir... Þessir vetur reynd ust mönn um öll
um þungir í skauti, jafnvel svo, að menn sliguðust
unn vörpum. Hinir eldri sáu áratuga starf sitt verða
að litlu, og hinir ungu misstu þá litlu trú, sem þeir
höfðu haft á búskap og álitu, að ekkert væri betur
gert en að flýja til sjávarsíðunnar...Ég sligaðist ekki
vegna hörkunnar.“ Það var nefnilega það; en kona
Eyjólfs veiktist og upp úr þessu fluttu þau suður.
Þannig varð um marga.
En afkoman var misjöfn við Breiðafjörð frosta
veturinn mikla. Þar voru að gömlu mati afburða
jarðir með hlunnindi þar sem fólk komst í gegnum
frostavet urinn mikla eins og hvern annan harðinda
vetur.
Jón Lárusson, lengi bóndi í Arney og seinna í
Arnarbæli, skrifaði bókina Ævi saga Breiðfirðings,
Reykjavík 1949. Skemmtileg sjálfsævisaga óskóla
gengins manns. Ævisagan er um 250 síður. Þar er
Hér eru kápusíður nokkurra bóka sem skrifaðar eru um
fyrstu áratugi síðustu aldar. Frostavetur inn mikla 1918
er varla að finna þar. Merkilegt. Bækurnar eru Kaldur
á köflum, ævisaga Eyjólfs á Dröngum, eftir Vilhjálm S.
Vilhjálmsson [bls.91]; Mannlíf og mórar í Dölum, eftir
Magnús Gestsson; Ævisaga Breiðfirðings, eftir Jón Kr.
Lárusson frá Arnarbæli; Breiðfirzkar sagnir II, eftir Berg-
svein Skúlason og Minningar frá morgni aldar, eftir Geir
Sigurðsson frá Skerðingsstöðum.