Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 119

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 119
BREIÐFIRÐINGUR 119 á breidd). Um 200 metrum norðan við gilið er geysimikið kalkhrúður sem nær frá Köldukvísl upp í fjallsræturnar. Hrúðrið myndar stóra flatvaxna bungu sem er alsett smáum augum. Rennsli úr hverju auga fyrir sig er lítið, en heildarrennsli er um 1–2 l/s. Hitinn er víða 15–18°C en mestur er hitinn efst á skildinum um 19°C. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, bónda á Hjarðarfelli, hefur mælst um 20–30°C hiti þarna, en mjög tímafrekt yrði að mæla hitann í hverju einasta auga fyrir sig. Vestan við Köldukvísl á melunum vestan þjóðvegarins gegnt fyrrnefndu hrúðri er gamalt kalkhrúður sem virðist vera uppþornað og að hluta hulið möl. Þvergil. Þvergil greinist upp u.þ.b. 750 m ofan við veginn um Kerlingarskarð. Í þeirri kvísl sem liggur í austur eru fjölmargar ölkeldur á um 100 m kafla sem koma upp með ANA–VSV­lægu misgengi. Rennsli er fremur lítið. Áberandi gul­ og rauðleitar útfellingar eru við augun. Hitastig hefur aldrei verið mælt. Dufgusdalur (eða Dökkólfsdalur). Hvítar útfellingar finnast á steinum í eystri árbakka Straumfjarðarár neðan undir Urðarmúlahorni. Rennsli er varla merkjan­ legt. Staðarsveit Arnartunga. Í sóknarlýsingu Staðarstaðasóknar árið 1840 (Sýslu­ og sóknarlýs­ ingar Hins íslenska bókmenntafélags; í Snæfellsnes III) er sagt að ölkelda sé í Arnartunguflóa. Að sögn Unu Jóhannesdóttur í Gaul, sem bjó í Arnartungu, þá var ölkelda í skurði skammt austan við hesthúsið sem er í miðjum nátthaganum austan undir Kastalanum sem bæjarhúsin stóðu á. Bergsholt. Volgra með ölkeldubragði kemur upp í skurði sunnanundir hól sem er rétt suðaustan við bæjarhólinn. Í maí 1977 mældist mestur hiti um 22°C, en hefur áður mælst mestur um 24,5°C, þá nefnd Glaumbæjarölkelda. Afæta er í skurðinum á um 25 m. kafla og töluvert er af kalkútfellingum í honum. Áður fyrr var volgran upp undir hólnum en hún hljóp fram í skurðinn er hann var grafinn. Ölkelda. Ölkelda er í túninu neðan við bæinn að Ölkeldu. Þar bólar upp kolsýra en rennsli ofanjarðar er ekki mikið. Áður fyrr kom hún upp í harðri þúfu sem var 1½ fet í þvermál og 1 fet á dýpt (Eggert Ólafsson, 1943). Þessi ölkelda var hlaðin upp fyrir mörgum áratugum síðan og er hún nú nær metri á breidd og ámóta djúp. Í skurðinum vestan við ölkelduna kemur fram kalkhrúður svipað því sem er í kringum hana sjálfa. Hitastig var í maí 1977 um 6°C, í júní 7°C og í nóvember sama ár 1,8°C. Áður hefur hún mælst 10°C í ágúst og 8°C 1935 eða 1936 og rennsli þá 0,6 l/s.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.