Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 124

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Blaðsíða 124
BREIÐFIRÐINGUR124 Hrísá. Ofan í Hrísá, skammt austur eða suðaustur af bænum, mun vera lítils háttar gasuppstreymi við vestra landið að sögn Hermanns og Þorgils Þorgilssona að Hrísum. Korrabringur. Í Korrabringum innst í Álftadal er fjöldi ölkeldna (a.m.k. 10). Þær spretta flestar upp í hallamýri utan sú austasta sem kemur upp í klöpp í austurbakka kvíslarinnar sem liggur austan við Korra. Töluverðar útfellingar eru við þá ölkeldu bæði kalkútfellingar og einnig rauðleitar járnútfellingar. Rennsli er nokkuð úr sumum þessara ölkeldna. Hitinn í þeirri stærstu var 8°C 1935 eða 1936 8°C í lok ágúst 1973, í maí 1977 5–6°C og í nóvember 5°C. Rennsli hefur mælst í þeirri stærstu 0,21 l/s. Kjósdalur. Að sögn Jóhanns Þorgilssonar sem er frá Bug, er volgra í svonefnd­ um Kjósadal. Hún er í mynni dalsins vestan við Mosfell. Frekari upplýsingar eru ekki fyrir hendi. Ölkeldubotnar. Inni á Fróðárdal ofan við svonefnt Draugagil heita Ölkeldu­ botnar. Þar er að finna fjölda ölkeldna, sem flestar eru litlar. Í drögum Draugagils er áberandi borg, Ölkelduborg og í djúpum gilskorningi bak við hana eru nokkr­ ar ölkeldur. Sú sem er mest áberandi sprettur út úr vegg sem er um einn metri á hæð og klæddur kalkhrúðri og önnur myndar nokkuð stóran poll sem töluvert rennsli er úr. Mikið er af rauðum járnútfellingum. Hitastig í pollinum var í maí 1977 8°C en í nóvember um 0°C enda fullur af krapi. Í gildrögunum vestur af borginni eru nokkrar ölkeldur en flestar litlar, og rennsli er lítið, en þær sjást langan veg að vegna rauðra útfellinga. Nýlenda. „Hjá Nýlendu, vestan við Tunguá, utan við Búlandshöfða, hefur ölkelda fundizt í fjörunni“ stendur í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1932. Hún er nú týnd. Eyrarsveit Grundarfjörður. Rétt fyrir ofan kirkjuna í Grundarfirði er lítil ölkelda við brekku­ rótina undir Hellnafelli. Hiti mældist í lok ágúst 1973 8°C , í maí 1977 5,0°C. Eiði. Í fúamýri sunnan við bæinn að Eiði er lítil ölkelda. Hún er 30–40 cm í þvermál og innan við metri á dýpt. Bólustreymi er nokkurt og hiti í maí 1977 mældist 2,0°C en aðeins 0,6°C í nóvember. Bár. Við svonefnd Bárvötn er talin vera ölkelda. Þar er alldjúp skál, 4 m í þvermál og allt að 2 m á dýpt, en ekkert er þar loftbólustreymi. Berserkseyri. Í skeri, Laugarskeri sem aðeins kemur upp á stærstu stórstraums­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.