Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 139

Breiðfirðingur - 01.05.2018, Síða 139
BREIÐFIRÐINGUR 139 Einu sinni hafði hann séð Ólaf bróður sinn í fjarlægð en hann var tveim árum eldri en hann. Ekki fengu þeir að hittast. Addi fékk að vita að afi hans hefði verið þrátt fyrir allt afburða sjómaður og m.a. bóndi í Hergilsey þótt ógæfa hefði alltaf fylgt honum í lífinu. Réði þar mestu um hversu vínhneigður hann var. En Bakkus ku hafa stjórnað miklu í hans lífi. Þótt Addi hafi í sjálfu sér ekki áttað sig á þeim miklu fordómum sem ríktu gagnvart forfeðrum hans í Skáleyjum og almennt í eyjunum, mátti hann þola umtalið og andrímsloftið sem því fylgdi. Fordómarnir lifa enn í eyjunum á þessu ári 2014 þegar þetta er krotað á blað. Addi gat ekki gleymt því sem Gísli Skáleyjabóndi sagði, að hann yrði að sanna sig og sýna hvað í honum byggi. En hann yrði líka að kunna að meta það sem Anna og Bjössi höfðu gert fyrir hann. Nú óx upp alvarlegur ungur maður sem greinilega bar á herðum sér sorgarsögu forfeðra sinna og varð iðulega fyrir barðinu á orðrómi vegna þeirra. Gísli hafði samt sagt honum að hann gæti samt verið stoltur af uppruna sínum og af sínu uppeldisfólki. Gísli kenndi Adda að fara með seglbáta og varð hann að mati fólks snjall sjómaður á þess konar bátum. Um tvítugt var Addi hávaxinn og grannur, nokkuð dökkur yfirlitum með sitt tinnusvarta hár, ókunnugir gætu látið sér detta í hug að hann væri af erlendum ættum. Hann hafði krafta í kögglum og sýndi af sér marga manndáð við störf á bæði sjó og í landi. Hafa sumar verið skráðar í bækur. Sagt hefur verið frá því að hann hljóp þýskan flóttamann uppi í stríð inu í Reiphólsfjöllum ásamt bónd anum í Gufudal. Þá hafði hann kom ist í hann krappan er hann ásamt fé laga sínum sóttu eldivið í Teigsskóg. Eyja menn sóttu sér gjarnan eldivið þar við ströndina og við Grónes ið. Hann var afburða skautamaður sem kom sér vel við ströndina er hægt var að skauta í land að Skálanesi og með ströndinni. Þá var hann þrautseigur hlaupari er hann þurfti að smala fjöllin í Gufudalssveitinni. Góður söngmaður og lék á munnhörpu með unga fólkinu í sveitinni. Það var danspallur sunnanvert í Ódrjúgshálsinum á vegum ungmennafélagsins og þar voru gjarnan haldnar útiskemmtanir í skógi vaxinni hlíðinni. Hann gætti þess alltaf að sinna fóstru sinni og fóstra sem hann nú kallaði ekki mömmu og pabba lengur. Bar hann jafnan björg í bú á meðan hann bjó vestra. En Bjössi hvatti hann til að gerast sjómaður því það væri það eina sem skipti máli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.