Breiðfirðingur - 01.05.2018, Page 144
BREIÐFIRÐINGUR144
Stjórn félagsins á starfsárinu 2017–18 skipuðu: Ingibjörg S. Guðmunds dóttir formaður, Steinunn Margrét Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri, Helga Ína Stein
grímsdóttir ritari, Kristjón Sigurðsson meðstjórnandi og fulltrúi stjórnar í hús
félaginu Faxafeni 14 og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir meðstjórnandi og kynn
ingarfulltrúi félagsins.
Varamenn í stjórn voru: Jófríður Benediktsdóttir og Garðar Valur Jónsson.
Í skemmtinefnd félagsins voru Þröstur Elíasson og Þorbergur Ormsson.
Stjórnin hélt alls tíu stjórnarfundi og gefin voru út fimm fréttabréf þar sem
samkomur og önnur starfsemi félagsins var kynnt. Fréttabréfin er öll að finna á
heimasíðu félagsins, www.bf.is, og einnig kemur það helsta úr fréttabréfunum
fram á netinu hverju sinni.
Sigríður kynningarfulltrúi setti Breiðfirðingafélagið á fésbókina og þar eru nú
423 fylgjendur, margir félagar en einnig margir aðrir. Stjórnin er einnig með
lokaðan hóp á fésbókinni þar sem skipst er á skoðunum. Það er mjög fljótvirk
samskiptaleið.
Nýting salar Breiðfirðingafélagsins að Faxafeni 14 er góð. Félagsvist er spiluð
á sunnudögum og bridge á sunnudagskvöldum. Prjónakaffi er haldið annað
hvert mánudagskvöld. Þemað í vetur hefur verið „Handavinnan mín“ og hafa
nokkr ar konur kynnt verkin sín. Einnig kemur kynning frá ýmsum verslunum
og fyrirtækjum. Til sölu er kaffi/te og meðlæti og með því fylgir happdrættismiði.
Fastir liðir í dagskránni eru aðventudagur fjölskyldunnar á jólaföstunni, árs
hátíð á þorra, páskabingó, dagur aldraðra í byrjun maí, gróðursetningarferð í
Heiðmörk í byrjun júní og sumarferð.
Sumarferð félagsins var farin að Árbliki í Miðdölum, dagana 23.–25. júní.
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir
Starfsemi Breiðfirðingafélagsins
2017–2018