Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 4
4 TMM 2010 · 1 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Háskaleg og ósjálfbær samfélagstilraun Tvennt er öðru fremur nauðsynlegt á Íslandi í dag. Annars vegar skipu­ legt og málefnalegt uppgjör við „íslenska efnahagsundrið“ og allt sem því fylgdi, og hins vegar víðtæk sátt um að gera allt sem í okkar valdi stendur „… til að gera landið sem lífvænlegast með því að hlúa að öllu því sem gerir fýsilegra að vera hér …“1 Málefnalegt uppgjör er forsenda þess að aðgerðir okkar til að laga stöðuna í dag verði markvissar og geti nýst okkur til framtíðar. Þegar við tökum stefnuna til framtíðar verðum við fyrst að horfast í augu við að það verður ekkert eins og það áður var. Hið meinta „góðæri“ kemur aldrei aftur. Sá sem hefur lifað áhættulífi og veikst í kjölfarið getur ekki snúið aftur til fyrri lífshátta ef hann vill eiga framtíð fyrir sér. Hann þarf að taka líf sitt til endurmats og eins verðum við sem samfélag að meta hverju við þurfum að breyta í lífsháttum okkar. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um hrun íslenska fjármálakerf­ isins er mikilvægt innlegg í það uppgjör sem hér mun fara fram og það styttist vonandi óðum í að hún líti dagsins ljós. Meginhlutverk rann­ sóknarnefndarinnar er „að safna upplýsingum um staðreyndir máls­ ins, draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og svara þeirri spurningu hverjar hafi verið orsakir þess. Þá skal nefndin leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við fram­ kvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni og hverjir kunni að bera ábyrgð á því.“2 Nauðsynlegt er að nefnd­ in njóti fulls trausts í störfum sínum og allir sem hlut eiga að máli skilji mikilvægi þess fyrir einstaklinga og samfélag að gert sé upp við atburði undanfarinna missera og ára af heiðarleika og sanngirni. Sjálf hef ég upplýst nefndina um allt sem ég veit sannast og réttast og held að gagni mætti koma. Eins og allir sem hafa mikið umleikis hef ég örugglega ein­ hvern tíma misstigið mig í mínum verkum og tekið rangar ákvarðanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.