Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 10
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 10 TMM 2010 · 1 banka Íslands sem gat lánað bönkunum í íslenskum krónum og bæði hann og ríkissjóður höfðu mjög takmarkaðan viðbúnað og fjárhagslega getu til að verja bankana áhlaupi ef til þess kæmi. Það gat því aldrei farið saman, stórt alþjóðlegt bankakerfi og örsmátt hagkerfi sem byggðist á eigin mynt. Á þetta bentu þingmenn Samfylkingarinnar margsinnis við ýmis tækifæri. Í mars 2008 gerði ég þennan vanda m.a. að umtalsefni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar og benti á að spákaupmenn í fjarlægum heimshornum gætu hagnast á hremmingum krónunnar, sem væri minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi, og það vefðist hvorki fyrir þeim siðferðilega né fjárhagslega að taka stöðu gegn henni ef þeir sæju í því hagnaðarvon.10 Þetta var líka niðurstaðan í skýrslu Buiters og Sibert sem unnin var fyrir Landsbankann í júlí 2008 en þar segir í lokaorðum: „A convincing case for Iceland becoming a full member of the euro area as soon as possible can be based solely on financial stability arguments: only the ECB and the Eurosystem can act as a viable lender of last resort and market maker of last resort for Iceland.“11 Jón Þór Sturluson, aðstoðar­ maður viðskiptaráðherra, hafði hlustað á kynningu þeirra fyrir hópi bankamanna og hagfræðinga í apríl 2008 og lagði til að ég hitti þau. Á fundi sem ég átti með þeim vöktu þau sérstaka athygli mína á þessari niðurstöðu og létu mig hafa drög að skýrslunni sem og afrit af kynning­ argögnum þeirra. Lét ég Geir Haarde forsætisráðherra hafa hvort tveggja þar sem mér þóttu þetta sterk rök fyrir því að Sjálfstæðisflokk­ urinn tæki Evrópupólitík sína til endurskoðunar. Hann gæti ekki lengur haldið því fram að það væri bæði hægt að eiga kökuna og éta hana, þ.e. vera með stórt alþjóðlegt bankakerfi og sjálfstæða örmynt. Þeirri verk­ legu tilraun, eins og seðlabankastjóri nefndi þetta í lok maí 2007, væri lokið og Sjálfstæðisflokkurinn yrði að velja.12 Þessi afmarkaða tilraun var hluti af stærri heild sem var sú háskalega og ósjálfbæra samfélagstilraun sem hér var skipulögð í lok síðustu aldar og hrint í framkvæmd í upphafi þessarar. Í viðtali við Spegilinn í janúar 2007 viðurkenndi Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri að ýmsum efnahagslögmálum hefði verið storkað og hér hefði verið látið reyna á „efnahagsforsendur sem aðrir hafa ekki þorað að láta reyna á“. Í sama þætti kallaði Jónas Haralz breytingarnar á íbúðalánamarkaðnum „hreint slys í stjórn efnahagsmála“.13 Bæði skipulagið og innleiðingin var í boði Sjálfstæðisflokksins og var kynnt til sögunnar sem íslenska efnahags­ undrið, m.a. á fundi sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samtök atvinnulífsins og Morgunblaðið stóðu fyrir með bandaríska frjáls­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.