Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 13
H á s k a l e g o g ó s j á l f b æ r s a m f é l a g s t i l r a u n TMM 2010 · 1 13 ingar hefðu leyst mikinn kraft og frumkvæði úr læðingi þjóðinni allri til hagsbóta. Ísland væri ekki lengur á jaðrinum. Árið 2006 fengum við aðvörun þegar íslensku bankarnir urðu fyrir verulegum mótbyr á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum og skulda­ tryggingarálög hækkuðu. Í kjölfarið breytti Fitch Ratings horfum fyrir lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar, m.a. vegna þess að mats­ fyrirtækið leit svo á að fjármögnunarvandi bankanna gæti lent á ríkis­ sjóði.19 Þeir váboðar hefðu átt að vera okkur tilefni til gagngers endur­ mats og uppstokkunar. Á það var vissulega bent í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika vorið 2007 en niðurstaðan var samt sú „… að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust og … fært um að standast hugs­ anleg áföll í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum …“ Þar með lauk þeim kafla og áhyggjurnar voru ekki meiri en svo að kosningar fóru fram um vorið ótruflaðar af umræðum um vandamál fjármálamarkaðarins. Í framhaldinu var svo gjarnan haft á orði að and­ streymi íslensku bankanna á árinu 2006 gerði þá vel í stakk búna til að takast á við veðrabrigðin á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á árunum 2007 og 2008. Í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika frá maí 2008 kemur þetta m.a. fram og þar er endurtekið að staða fjármálakerf­ isins sé í meginatriðum traust. Ekki sé ástæða til að óttast stærð banka­ kerfisins nema því aðeins að stórfellt fjármálaáfall yrði á heimsvísu,20 sem enginn gerði ráð fyrir á þeim tíma þó að margir hafi séð hrunið fyrir eftir á. Þessi viðhorf endurómuðu íslensk stjórnvöld á þessum tíma og m.a. sú sem þetta skrifar í ræðu sem haldin var í Kaupmannahöfn um alþjóðavæðingu Íslands.21 VII. Uppgjör og friðsamleg vinna að sameiginlegu takmarki Umræða um kaup­ og eignagleði fólks á árunum kringum 2007 er góðra gjalda verð og hluti af nauðsynlegri sjálfsskoðun. Hið sama gildir um fréttaflutning, blaðaskrif og vangaveltur um það sem gert var eða látið ógert mánuðina fyrir hrun. En við megum samt ekki láta þá umræðu verða til þess að leiða athygli okkar frá því sem mestu máli skiptir og hugsanlega er það beinínis ætlun einhverra. Það hentar ágætlega hug­ myndafræðingum frjálshyggjunnar, sem og þeim sem fóru fremstir í flokki við að innleiða hana á Íslandi, að beina sjónum manna að sjálfu hruninu en frá því kerfi sem þeir byggðu upp og hrundi á endanum. Þeir beina spjótunum að fólkinu en ekki stefnunni. Þeir vilja að ríkisstjórn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.