Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 19
TMM 2010 · 1 19
Þorsteinn Antonsson
Sú leynda ást
1
Reykjavíkurkáldið Elías Mar var alinn upp af móðurömmu sinni, Guð
rúnu Jónsdóttur frá Hausastöðum á Álftanesi, við lítil efni en gott atlæti,
við Hafnarstræti, Hverfisgötu og Grundarstíg í Reykjavík. Guðrún tók
hann í fóstur á öðru ári við lát móður hans og alla tíð bjó Elías að þeim
kærleik sem amma hans sýndi honum uns hún lést er hann var sextán
ára gamall. Hann bió einn með gömlu konunni þar til hún dó og kallaði
hana ævinlega Mömmu. Tilfinningar hans til móður sinnar, sem þó má
heita að hafi verið látin fyrir hans minni, voru honum helgt vé alla ævi
og eftir því sem mér helst sýndist af kynnum okkar Elíasar síðasta ára
tug ævi hans þungamiðja allrar annarrar reynslu hans á hvaða sviði sem
var. Móðirin, Ingibjörg Elísabet Benediktsdóttir, lést úr bráðaberklum á
Franska spítalanum við Lindargötu í Reykjavík liðlega tvítug. Hún hafði
þá, eftir skammvinn kynni, eignast sitt fyrsta barn með sjómanni sem
hélt úr landi í ævintýraleit fyrir fæðingu barnsins, sigldi um heiminn á
norskum úthafsskipum. Föðurnum, Cæsari Mar, hefur líklega ekki
verið kunnugt um afkvæmið fyrr en hann kom til heimalands síns aftur
rúmu ári eftir brottförina.
Fyrsta bók Elíasar, skáldsagan Eftir örstuttan leik, vitnar um álita
málið sem kom Elíasi sjálfum í heiminn, sagan fjallar um ábyrgðina sem
til er stofnað við getnað. Eftirfarandi orð hans sýna hve hugstæður
honum var aðdragandinn að komu sinni í heiminn. Hann ritar í minnis
bók sína, sem hann kallaði Njólu, og varðveitt er á Landsbókasafni
Íslands, um fyrstu heimsókn föður síns á heimilið við Hverfisgötu:
Hann grét er Guðrún sagði (lágt?): „Þú ert morðinginn að henni. Þú myrtir
hana.“ –