Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 21
S ú l e y n d a á s t TMM 2010 · 1 21 í pósti. Hann bjó þá á Laugarvegi 174 og hafði verzlun í sama húsi. Þetta var skammabréf, þar sem ég ásakaði hann um að hafa svikið móður mína og átt beinlínis þátt í dauða hennar, þegar hún fékk bráðaberklana. – Amma mín sagði mér, að hann hefði aldrei svarað bréfum móður minnar. En kannski fékk hann aldrei þessi bréf. Hann fór í siglingar á norsku skipi skömmu eftir að ég kom undir. Og hann kom ekki til landsins fyrr en ég var orðinn ársgamall og móðir mín nýdáin og grafin […] Skömmu eftir að ég skrifaði honum bréfið forðum dreif ég mig í það að fara inneftir í verzlunina til hans. Hann tók mér afar vel, en var þó mjög alvarlegur og eiginlega vandræðalegur. Sat innan við búðardisk­ inn, horfði niður í gaupnir sér og sagði eitthvað á þá leið, að máski væri það sér að kenna að móðir mín dó. Ég gat lítið sagt, og líklega hef ég ekki staðið þarna við lengur en í kortér. En hann leysti mig út með ríkulegri sælgætisgjöf í stórum bréfpoka. Þegar ég kom með þetta heim, þótti ömmu minni vænt um þetta, enda hafði bæði bréfið og búðarferðin verið með hennar samþykki. Ég fór oftar inneftir í búðina til pabba, og hann tók alltaf vel á móti mér […] Aldrei hef ég efast um að ég sé rétt feðraður og pabbi gekkst strax við mér, er hann kom til landsins úr sinni löngu utanlandsferð. Elías var alla sína tíð tengdur Franska spítalanum við Lindargötu með undarlegum og líklega órjúfanlegum hætti. Hann ritar í Njólu: Áhrif frá upphafi Oliver Twists, er ég sá í sjónvarpinu í fyrrakvöld: Mér verður hugsað til móður minnar þar sem hún lá dauðvona í vesturstofu Franska spít­ alans og vissi, að hún myndi aldrei sjá litla drenginn sinn framar. Gömul og hölt móðir hennar hét henni því að sjá um barnið eins lengi og henni entust kraftar til. Hvar í þessari stóru stofu móðir mín lá veit ég ekki, en ekki hefur kolaofninn verið kyntur, því þetta var um hásumar og sól skinið úti. Skyldi stúlkan ekki hafa legið í móki, að mestu, e.t.v. lítið skynjað mun dags og nætur – og e.t.v. sætt sig við það, hvernig komið var. Dauðinn kvað henni vöggulag. Dauðinn sagði lágt, hvíslaði: Komdu með mér. Ég mun endanlega leysa þig frá öllum sorgum þessa jarðlífs. Ég mun ekki svíkja þig […] Mörgum árum síðar, þá 15 ára, flutti ég í þessari sömu stofu, blaðalaust, ræðu á stofnfundi félags ungra skálda og rithöfunda, og hefur Jón Óskar hrósað þeirri tölu í endurminningum sínum. Aldrei var ég í bekk í þessari stofu, á meðan ég var í Ingimarsskóla, en stundum sótti ég skólaböll og skemmtanir sem þar voru haldnar og las þá upp frumsamið efni. Svo var Jóhanna Þorgils þarna í bekk […] Varla hefur móður mína grunað, að spítali þessi ætti eftir að verða skóli – og sonur hennar tala þarna sem upprennandi rithöfundur. En mér þykir vænt um að hús þetta skyldi hafa fengið að standa, en ekki orðið skipulaginu að bráð. Elías var skotinn í tilgreindri skólasystur sinni, Jóhönnu Þorgils, á unglingsárunum, hann skrifaði stúlkunni bréf á þeim tíma og orti um hana ljóð. En framkoma hans þá og endranær reyndist stúlkunni og vinkonum hennar undarleg og fráhrindandi eftir því sem hann skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.