Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 22
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 22 TMM 2010 · 1 í uppgjörsmálum áratugum síðar, og ekkert meira varð úr. Merkilegt er að hann virðist, eftir skrifum í Njólu frá síðasta áratug ævinnar að dæma, muna í smæstu atriðum þau skipti þegar hann mætti þessari stúlku á götu eða sá hana tilsýndar. Í millitíð hafði hann gert upp við þær minningar. Á handskrifuðu blaði frá árinu 1946 segir hann um hana: Ég er alltaf með hugann hjá þessum mjóa álfakroppi annað slagið. Þetta er svo melodískt allt saman að stappar nærri skáldsögu. Nú er hún byrjuð að vinna í splunkunýrri verslun uppi á Háteigsvegi og dettur mér allt í einu í hug … eitt lítið kvæði þar um í anda Jónasar og Þórbergs. Hátt uppi á Háteigsvegi (þar hádegissólin skín) húkir hún Hanna mín Þorgils og hugsar ei lengur til mín. Enn er hún mjó í mittið og máluð framan í, augun eins og í hrafni. Ekki á hún sök á því. En mikið er meyjan fögur og málrómur hennar skær. Einn bíður ungur maður sem aldrei hana fær. Kynni undirritaðs og Elíasar tengjast raunar Franska spítalanum og veru móður hans þar. Þau báru til með þeim hætti að hann bauð mér á Rithöfundamóti að heimsækja sig á heimili sitt við Birkimel, þar sem hann átti tveggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar þar að kom, að ég lét verða af heimsókninni, reyndist erindi Elíasar helst vera að biðja mig að kanna fyrir sig hvort ekki væri einhvers staðar til heimild um dvöl móður hans á Franska spítalanum. Hann gaf mér þá skýringu á þessari bón sinni að honum hefði lengi verið hugstæð sú spurning hvers vegna móðir hans var ekki flutt beint á berklahælið Vífilsstaði þegar ljóst var að hún hafði fengið berkla, sem honum sýndist að hefði verið nærtæk­ ast. Elíasi var kunnugt um að á þessu tímabili safnaði ég heimildum vegna greinaskrifa og leitaði víða fanga. Ég held að hann hafi hætt að hugsa um spurninguna eftir eftirgrennslan mína en ekki komst hann áfram með endurminningaskrifin að heldur. Mér sýndist hann byrja á öfugum enda við undirbúning þeirrar ritsmíðar. Ég sé það nú af lestri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.