Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 24
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 24 TMM 2010 · 1 víst að þetta sérkenni hans setti strik í reikninginn þegar að bókmennta­ skrifum hans kom, þó ekki væri vegna annars en þess að skrif samkyn­ hneigðra voru nánast óþekkt á íslenskum bókamarkaði á höfundartíð hans. Og má reyndar heita að svo sé jafnvel enn þrátt fyrir nokkrar undantekningar. Svo umburðarlyndir sem Íslendingar hafa reynst fyrr og síðar gagnvart hinum ýmsu mannlífsafbrigðum, ekki síst í bók­ menntaskrifum, þá hefur þessi blendna hneigð til kynlífs, tvíkynhneigð og samkynhneigð, verið hérlendis mikið feimnis­ og pukursmál í allri bókmenntaviðleitni og umfjöllun um bókmenntir. Skýringar kann að mega finna í fornritum þjóðarinnar og þar með samsetningu karlveld­ isins íslenska sem í bókum og lagabálkum dæmdi „ergi“ með hinum verstu löstum. Sá argi, eða ragi, taldist varla mennskur maður heldur naut í besta falli félagslegrar viðurkenningar sem seiðkarl eða norn. Biblían dæmir einnig samkynhneigða hart eins og kunnugt er. Í óbirtu ljóði Elíasar frá því hann var um tvítugt, spyr hann: Hvort er eg heldur karlmaður eða kona? Kann eg að lifa eins og manni sæmir? Er nokkur til sem aðgætir og dæmir? Er nokkuð vit í því að hugsa svona? Þegar kom að því að svala höfundarmetnaði virðist Elías hafa strítt við þá mótsögn, að hann treysti sér ekki til að fá útgefin rit sem vitnuðu um of um afbrigði hans frá meðallagsatferli landans. Meðan alvaran og stílfágunin sátu í fyrirrúmi eins og gerir í hinum útgefnu skáldsögum hans fjórum urðu samskiptamál kynjanna með daufasta móti í sögun­ um. Undir lok sjötta áratugar síðustu aldar skrifaði Elías þáttinn Saman- lagt spott og speki, um kynni sín af Þórði Sigtyggssyni. Útgefandinn Ragnar í Smára gaf þáttinn út á bók af sérstöku tilefni þrátt fyrir orðfær­ ið sem ekki dró dul á samkynhneigð Þórðar og var allt hið ósvífnasta eins og Þórðar var von og vísa, þótt það væri að vísu hátíð hjá munn­ söfnuðinum í ævisögunni. Þetta reyndist vera síðasta prósaverkið sem út kom eftir Elías, að frátöldum nokkrum smásögum á ýmsum vettvangi. Í Elíasi tókust á nautnaseggur með ríkar kynþarfir, einkum til eigin kyns, og svo aftur vitsmunalegur strangleiki, allt að því munklegur. Höfundarskapur hans einkenndist af mjög svo persónulegum átökum milli forms og efnis og með aldri og þroska fann hann vissa lausn á þeim með því að láta ærslafenginn húmor ráða för um hinar vafasamari vistar verur fýsnanna. Hann var alltaf ragur við að ljúka skáldverki og færa það inn í gráan íslenskan þjóðfélagsveruleika, bera það undir bók­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.