Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 30
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n
30 TMM 2010 · 1
kynhneigðra af sömu alvöru og í ljóðaflokknum; átóerótískar sögur, segi
ég og læt orðið duga. Þær bera af öðrum sögum höfundar fyrir ástríðuna
sem einkennir þær.
Það er hægt að afvegaleiða menn til samkynhneigðar og dæmi eru
um unglinga sem stunda slíkt eingöngu, t.d. af uppreisnarhneigð gegn
foreldrum sínum, en taka svo upp hefðbundnara fjölskyldulíf án þess að
sakna hins fyrra lífs hið minnsta, eftir því sem helst verður talið. Það er
spurning sem aldrei verður svarað að gagni hvort Elías Mar hefði farið
öðruvísi að í kynferðismálum en hann gerði um ævina ef tengsl hans við
foreldra sína hefðu verið með venjulegra móti. Það held ég ekki. Það
voru ekki kynferðismál sem helst einkenndu hann í mínum augum á
þeim stundum sem við ræddum um heima og geima í reykmettuðum
húsakynnum hans. Mér virtist af kynnum við hann að sá þáttur lífs
hans, hommaskapurinn, hafi, með þeim úrræðum sem hann beitti til að
svara félagslegum afbrigðum sínum, gert honum auðveldara að þrífast
við þá vitsmuni og þá líkamsburði sem honum voru eðlisbornir og áttu
sér sannarlega fáar hliðstæður í einsleitu fámennisþjóðfélagi okkar. Hið
aristókratíska viðmót reyndist mér helsta einkenni hans. Líkt og oft er
um sérþarfakrakka sem lifa af var Elías alinn upp af lífsreyndri konu,
ömmu, sem hafði ríkulegan skilning á sérþörfum hans til orðs og æðis,
jafnvel svo að gamla konan kenndi honum hin réttu orð yfir sjálfsfróun
(„að strokka sig“). Enginn faðir var nærri á uppeldisárunum með sitt
særða stolt yfir syni sem hann ekki skilur. Þau bjuggu alltaf ein, Guðrún
Jónsdóttir og fóstursonurinn Elías.
Hann kann að hafa tekið upp hina aristókratísku takta 1949, árið sem
hann bjó í London. Eins og oft með unglinga fann hann sér föðurfyrir
mynd hjá sér óskyldum manni, Þórði Sigtryggssyni, og varð ekki haggað
í mati sínu á Þórði hvernig sem Þórður kom fram við hann eftir það. En
á því voru misbrestir. Elías átti trausta samkynhneigða vini alla sína
lífstíð, þar á meðal tónlistarmennina Ásgeir Beinteinsson og Sturlu
Tryggvason sem báðir voru þekktir hommar á götum bæjarins þegar ég
var barn og unglingur. Dagur Sigurðarson var um tíma kynlífsobjekt
Elíasar og fleiri samkynhneigðra manna. Og svo var það stóra ástin í lífi
Elíasar.
Í þáttarlok kvæðis Elíasar til móður sinnar: