Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 40
Á r n i F i n n s s o n 40 TMM 2010 · 1 umhverfisverndarsamtök myndu setja sér sameiginlegt markmið um að Bandaríkjaþing samþykki löggjöf um takmörkun á losun gróðurhúsa­ lofttegunda fyrir Dag Jarðar, sem haldinn verður í 40. sinn þann 22. apríl n.k. Tillaga hans fékk góðar undirtektir.20 Krafa Bandaríkjanna um skýr og mælanleg gögn21 um aðgerðir ríkja á borð við Kína til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda féll vægast sagt í grýttan jarðveg. Kínastjórn taldi slíkar kröfur ógn við fullveldi landsins. Við bættist að iðnríkin gerðu sum hver22 alls ekki ráð fyrir að Kyoto­ bókunin yrði endurnýjuð í Kaupmannhöfn og þar með féllu úr gildi allar skuldbindingar um hvernig aðildarríkin skyldu deila byrðum sín á milli. Það kom því ekki á óvart að fulltrúi Súdans, sem var í forsvari fyrir G77 og Kína (hóp þriðjaheimsríkja)23, beitti ítrekað málþófi til að tefja samningaferlið. Evrópusambandið bauð mun betur en eða 20% samdrátt miðað við 1990 og 30% ef önnur ríki tækju einnig á sig skuldbindingar. Öfugt við Bandaríkin hefur ESB lögbundið aðgerðir sínar í loftslagsmálum en það hefur verið þrætuepli innan sambandsins um nokkurn tíma hvort og hvenær ESB geti hækkað tilboð sitt í 30%. Umhverfisráðherra Svíþjóðar, Andreas Carlgren, benti á í blaðagrein um niðurstöðuna í Kaupmanna­ höfn að dragi ríki Evrópusambandsins úr losun um 10% til viðbótar yrði ávinningurinn fyrir andrúmsloftið uppurinn innan tveggja ára haldi Kína áfram að auka losun sína.24 Vantraust Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (hér nefndur Rammasamningurinn) skiptir heiminum í iðnríki og þróun­ arríki. Rammasamningurinn felur í sér margs konar skuldbindingar fyrir iðnríki.25 Í 4. grein hans segir meðal annars um skuldbindingar Íslands og annarra iðnríkja, að þau skuli „veita fé til aðstoðar þróunar­ löndum við að framkvæma skuldbindingar þeirra samkvæmt samn­ ingnum“.26 Fjárhagsaðstoð iðnríkja við þróunarríki hefur raunar verið rauður þráður í samningaviðræðum á öllum loftslagsþingum Sameinuðu þjóð­ anna frá því fyrsta sem haldið var 1995, ári eftir að Rammasamning­ urinn varð að alþjóðalögum. Annar rauður þráður í Rammasamningnum er „sameiginleg en mis­ munandi ábyrgð“ aðildarríkjanna sem þróunarríkin túlka svo að auðug iðnríki beri mun meiri ábyrgð á lausn vandans en þróunarríkin. Þá er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.