Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 40
Á r n i F i n n s s o n
40 TMM 2010 · 1
umhverfisverndarsamtök myndu setja sér sameiginlegt markmið um að
Bandaríkjaþing samþykki löggjöf um takmörkun á losun gróðurhúsa
lofttegunda fyrir Dag Jarðar, sem haldinn verður í 40. sinn þann 22.
apríl n.k. Tillaga hans fékk góðar undirtektir.20
Krafa Bandaríkjanna um skýr og mælanleg gögn21 um aðgerðir ríkja
á borð við Kína til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda féll vægast
sagt í grýttan jarðveg. Kínastjórn taldi slíkar kröfur ógn við fullveldi
landsins.
Við bættist að iðnríkin gerðu sum hver22 alls ekki ráð fyrir að Kyoto
bókunin yrði endurnýjuð í Kaupmannhöfn og þar með féllu úr gildi
allar skuldbindingar um hvernig aðildarríkin skyldu deila byrðum sín á
milli. Það kom því ekki á óvart að fulltrúi Súdans, sem var í forsvari
fyrir G77 og Kína (hóp þriðjaheimsríkja)23, beitti ítrekað málþófi til að
tefja samningaferlið.
Evrópusambandið bauð mun betur en eða 20% samdrátt miðað við
1990 og 30% ef önnur ríki tækju einnig á sig skuldbindingar. Öfugt við
Bandaríkin hefur ESB lögbundið aðgerðir sínar í loftslagsmálum en það
hefur verið þrætuepli innan sambandsins um nokkurn tíma hvort og
hvenær ESB geti hækkað tilboð sitt í 30%. Umhverfisráðherra Svíþjóðar,
Andreas Carlgren, benti á í blaðagrein um niðurstöðuna í Kaupmanna
höfn að dragi ríki Evrópusambandsins úr losun um 10% til viðbótar yrði
ávinningurinn fyrir andrúmsloftið uppurinn innan tveggja ára haldi
Kína áfram að auka losun sína.24
Vantraust
Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (hér
nefndur Rammasamningurinn) skiptir heiminum í iðnríki og þróun
arríki. Rammasamningurinn felur í sér margs konar skuldbindingar
fyrir iðnríki.25 Í 4. grein hans segir meðal annars um skuldbindingar
Íslands og annarra iðnríkja, að þau skuli „veita fé til aðstoðar þróunar
löndum við að framkvæma skuldbindingar þeirra samkvæmt samn
ingnum“.26
Fjárhagsaðstoð iðnríkja við þróunarríki hefur raunar verið rauður
þráður í samningaviðræðum á öllum loftslagsþingum Sameinuðu þjóð
anna frá því fyrsta sem haldið var 1995, ári eftir að Rammasamning
urinn varð að alþjóðalögum.
Annar rauður þráður í Rammasamningnum er „sameiginleg en mis
munandi ábyrgð“ aðildarríkjanna sem þróunarríkin túlka svo að auðug
iðnríki beri mun meiri ábyrgð á lausn vandans en þróunarríkin. Þá er