Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 43
L o f t s l a g s r á ð s t e f n a S a m e i n u ð u þ j ó ð a n n a
TMM 2010 · 1 43
var ákveðið á Bali var að ná sameiginlegri niðurstöðu (agreed outcome)
í Kaupmannahöfn.30
Ekki ríkti einungis ágreiningur og vantraust milli þróunarríkja og
iðnríkja heldur var margs konar klofningur í röðum hinna fyrrnefndu,
milli þeirra sem vildu ná samkomulagi um lagalega bindandi samning
er byggðist á Kyotobókuninni (einkum þau ríki sem mest loftslagsvá
steðjar að (most vulnerable)) – og svo aftur þeirra sem ekki vildu bind
andi samkomulag (einkum Kína, Indland og olíuríkin (OPEC)). Aðkoma
umhverfisráðherra aðildarríkjanna í upphafi seinni viku samningavið
ræðna breytti litlu. Óánægja og gagnrýni á gestgjafaríkið, Danmörku,
náði nýjum hæðum.31
Þegar slíkar aðstæður skapast á fundum Sameinuðu þjóðanna er hefð
fyrir því að stofna hóp ríkja sem kalla sig „vini formannsins“. Það var
gert aðfaranótt fimmtudagsins 17. desember, skömmu áður en flugfar
kostir þjóðarleiðtoga lentu á Kastrup. Þessi vinahópur32 danska for
mannsins lagði fram fyrstu drög að Kaupmannahafnarsamkomulaginu
(Copenhagen Accord).
Samningaviðræður héldu áfram föstudaginn 18. desember í hópi 26
ríkja og nýjum drögum var stöðugt lekið til fjölmiðla. Að kvöldi loka
dags ráðstefnunnar var gengið frá lokaútgáfu samkomulagsins á fundi
þjóðarleiðtoga Bandaríkjanna, Kína, Indlands, Brasilíu og SuðurAfr
íku. Evrópusambandið, sem lengst af hefur gegnt leiðandi hlutverki í
samningaviðræðum, kom ekki að málum.
Eftir að hafa dvalið í Kaupmannahöfn í um 13 klukkustundir kynnti
Bandaríkjaforseti samkomulagið á blaðamannafundi fyrir brottför sína
en hin aðildarríkin 192 áttu eftir að afgreiða það formlega og alls óljóst
hvort ESB myndi styðja það. Aðrir ríkjahópar, eins og G77 og Smáeyríki,
náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu. Fáein ríki33 lögðust gegn sam
komulaginu og komu þannig í veg fyrir samhljóða samþykkt fundarins
líkt og krafist er á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þau rökstuddu and
stöðu sína með því að samkomulagið væri of veikt, að samningaferlið
væri ólýðræðislegt og að Bandaríkjaforseti hefði gegnt of viðamiklu
hlutverki við tilurð þess.
Flest þeirra ríkja sem ekki komu að gerð Kaupmannahafnarsam
komulagsins – þar með talin flest Smáeyríki, Afríkuríki og hin fátækari
ríki þriðja heims – lýstu yfir stuðningi við það. Án samkomulags blasti
við að ekkert yrði úr frekari samningaviðræðum næstu misserin, auk
þess sem samkomulagið fól í sér að iðnríki myndu leggja fram 30 millj
arða dollara í loftslagssjóð (Copenhagen Green Climate Fund) á tíma