Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 44
Á r n i F i n n s s o n
44 TMM 2010 · 1
bilinu 2010–2012 (Kína, Brasilía og fleiri stór þróunarríki lýstu því yfir
þau myndu ekki sækjast eftir fjármagni úr þessum sjóði). Ennfremur
felur samkomulagið í sér að árlegt framlag iðnríkja verði orðið 100 millj
arðar dollara árið 2020.34
Lausn var fundin til að komast í kringum höfnun örfárra ríkja á sam
komulaginu með því að leggja til að aðildarríkin myndu hafa Kaup
mannahafnarsamkomulagið til hliðsjónar („Takes note of the Copen
hagen Accord of 18 December 2009“) og að aðildarríkin myndu undir
rita það eftir hentugleikum. Skrifstofa Rammasamningsins lítur ekki á
31. janúar sem lokadagsetningu fyrir undirritun Kaupmannahafnar
samkomulagsins og mörg ríki hafa lýst yfir að þau muni taka sér lengri
umþóttunartíma.35
Flestum ber saman um að það samkomulag sem gert var af Banda
ríkjunum, Indlandi, Kína, Brasilíu og SuðurAfríku hafi upphaflega
falið í sér að stefnt skyldi að lagalega bindandi samningi á næsta fundi
aðildarríkjanna í Mexíkó en Kína og Indland lögðust hins vegar gegn
slíku orðalagi. Það er ótvíræð krafa þessara þróunarríkja – Kína, Ind
land, SuðurAfríka og Brasilía í fararbroddi – að iðnríkin standi við
gefin fyrirheit um fjárhagslega aðstoð við þriðja heiminn. Sjálf hafa þau
afþakkað slíka aðstoð í bili og hafa boðist til aðstoða fátæk þróunar
ríki.
Framhaldið
Á 12. fundi Rammasamningsins sem var haldinn í Nairobi í Kenýa
beindust sjónir fjölmiðla að þeirri neyð sem loftslagsbreytingar valda í
Afríku.36 Kofi Annan flutti ræðu í Nairobi þar sem hann lýsti fyrirlitn
ingu sinni á þeim sem afneita loftslagsvandanum37 og varaði við nei
kvæðum afleiðingum þess fyrir Afríku. Aldrei áður hafði aðalritari
Sameinuðu þjóðanna tekið svo eindregna afstöðu. Greinilega óttaðist
hann ekki lengur afleiðingar þess að gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir
að afneita vísindalegum niðurstöðum.
Arftaki Kofi Annans, Banki Moon, beitti sér frá fyrstu stundu eftir
að hann tók við embætti í janúar 2007 og boðaði leiðtogafund um lofts
lagsbreytingar við upphaf Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þá um
haustið og endurtók síðan leikinn 2008 og 2009. Markmiðið var að færa
ákvarðanatöku nær æðstu ráðamönnum. Það hefur tekist.
Fjórða matsskýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofts
lagsbreytingar (IPCC)38 var væntanleg í apríl 2007 og ljóst að niðurstöð
urnar yrðu afgerandi. Hlýnun andrúmsloftsins er staðreynd og breyt