Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 45
L o f t s l a g s r á ð s t e f n a S a m e i n u ð u þ j ó ð a n n a TMM 2010 · 1 45 ingarnar mun hraðari en áður hafði verið gert ráð fyrir. George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði tapað trúverðugleika í kjölfar viðbragða sinna við hörmungunum í New Orleans.39 Ótvírætt er að Sameinuðu þjóðunum tókst að virkja 115 þjóðarleið­ toga í Kaupmannahöfn. Í samkomulaginu segir: Við erum sammála um að verulegur samdráttur í losun sé nauðsynlegur, í samræmi við vísindalegar niðurstöður, líkt og fram kemur í IV. matsskýrslu IPCC, með það í huga að draga úr losun hnattrænt til að halda hækkun hitastigs Jarðar innan við 2 gráður á Celsíus og að gripið verði til aðgerða til að ná þessu markmiði, á grundvelli réttlætis.40 Þetta er vissulega veik viljayfirlýsing. Mörg þróunarríki – einkum smá­ eyríki og Afríkuríki – gerðu þá kröfu í Kaupmannahöfn að aðgerðir miðist við að meðal hitastig Jarðar hækki ekki meira en 1,5 gráður á Celsíus að meðaltali. Að öðrum kosti endi þau undir yfirborði sjávar, ræktarlönd eyðist og beitarlönd verði eyðimörk. Hugtakið „á grundvelli réttlætis“ mun áfram gefa tveimur fjölmennustu ríkjum heims, Indlandi og Kína nægt eldsneyti til að krefjast „jákvæðrar mismununar“ milli iðn­ og þróunarríkja. Jafnljóst er að Bandaríkjaforseti hefur ekki og mun ekki fá umboð þingsins til að samþykkja aðgerðir heima fyrir án þess að Kína leggi einnig töluvert af mörkum og að unnt verði að sann­ reyna að þær aðgerðir hafi átt sér stað. Á hinn bóginn verður að líta á þessar samningaviðræður í ljósi þess hve flóknar þær eru. Á borðinu eru efnahagsmál, alþjóðaviðskipti, sam­ keppnishæfni, saga nýlendutímans og – ekki síst – réttlæti. Þjóðarleið­ togar fara fetið til að vernda hagsmuni og heiður heima fyrir. Brátt verða liðin 18 ár frá því Rammasamningurinn var undirritaður í Ríó de Janeiro; á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem ályktaði að þessi tvö hugtök yrðu ekki aðskilin. Leiðtogar Kína, Indlands, Suður­Afríku og Brasilíu, sem saman smíðuðu texta Kaupmannahafnar­samkomulagsins í félagi við Barack Obama, töldu einsýnt að þróun hagkerfa þriðja heimsins yrði ekki borgið á þeim for­ sendum sem lágu til grundvallar í Kaupmannahöfn. Við höfum engin söguleg fordæmi en það tók risaveldin, Bandaríkin og Sovétríkin, rúman áratug af köldu stríði áður en komið var á beinni símalínu milli Hvíta hússins og Kremlín þann 30. apríl 1963. Tvö fjölmennustu ríki heims eru nú efnahags­ og hernaðarveldi sem aldrei fyrr. Þessi nýja staða endurspeglast ekki í störfum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna (til dæmis AGS). Á blaðamannafundi sem Barack Obama hélt áður en hann hélt heim á leið frá Kaupmannahöfn að kvöldi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.