Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 45
L o f t s l a g s r á ð s t e f n a S a m e i n u ð u þ j ó ð a n n a
TMM 2010 · 1 45
ingarnar mun hraðari en áður hafði verið gert ráð fyrir. George W. Bush
Bandaríkjaforseti hafði tapað trúverðugleika í kjölfar viðbragða sinna
við hörmungunum í New Orleans.39
Ótvírætt er að Sameinuðu þjóðunum tókst að virkja 115 þjóðarleið
toga í Kaupmannahöfn. Í samkomulaginu segir:
Við erum sammála um að verulegur samdráttur í losun sé nauðsynlegur, í
samræmi við vísindalegar niðurstöður, líkt og fram kemur í IV. matsskýrslu
IPCC, með það í huga að draga úr losun hnattrænt til að halda hækkun hitastigs
Jarðar innan við 2 gráður á Celsíus og að gripið verði til aðgerða til að ná þessu
markmiði, á grundvelli réttlætis.40
Þetta er vissulega veik viljayfirlýsing. Mörg þróunarríki – einkum smá
eyríki og Afríkuríki – gerðu þá kröfu í Kaupmannahöfn að aðgerðir
miðist við að meðal hitastig Jarðar hækki ekki meira en 1,5 gráður á
Celsíus að meðaltali. Að öðrum kosti endi þau undir yfirborði sjávar,
ræktarlönd eyðist og beitarlönd verði eyðimörk. Hugtakið „á grundvelli
réttlætis“ mun áfram gefa tveimur fjölmennustu ríkjum heims, Indlandi
og Kína nægt eldsneyti til að krefjast „jákvæðrar mismununar“ milli
iðn og þróunarríkja. Jafnljóst er að Bandaríkjaforseti hefur ekki og
mun ekki fá umboð þingsins til að samþykkja aðgerðir heima fyrir án
þess að Kína leggi einnig töluvert af mörkum og að unnt verði að sann
reyna að þær aðgerðir hafi átt sér stað.
Á hinn bóginn verður að líta á þessar samningaviðræður í ljósi þess
hve flóknar þær eru. Á borðinu eru efnahagsmál, alþjóðaviðskipti, sam
keppnishæfni, saga nýlendutímans og – ekki síst – réttlæti. Þjóðarleið
togar fara fetið til að vernda hagsmuni og heiður heima fyrir.
Brátt verða liðin 18 ár frá því Rammasamningurinn var undirritaður
í Ríó de Janeiro; á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og
þróun, sem ályktaði að þessi tvö hugtök yrðu ekki aðskilin. Leiðtogar
Kína, Indlands, SuðurAfríku og Brasilíu, sem saman smíðuðu texta
Kaupmannahafnarsamkomulagsins í félagi við Barack Obama, töldu
einsýnt að þróun hagkerfa þriðja heimsins yrði ekki borgið á þeim for
sendum sem lágu til grundvallar í Kaupmannahöfn.
Við höfum engin söguleg fordæmi en það tók risaveldin, Bandaríkin
og Sovétríkin, rúman áratug af köldu stríði áður en komið var á beinni
símalínu milli Hvíta hússins og Kremlín þann 30. apríl 1963.
Tvö fjölmennustu ríki heims eru nú efnahags og hernaðarveldi sem
aldrei fyrr. Þessi nýja staða endurspeglast ekki í störfum og stofnunum
Sameinuðu þjóðanna (til dæmis AGS). Á blaðamannafundi sem Barack
Obama hélt áður en hann hélt heim á leið frá Kaupmannahöfn að kvöldi