Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 50
50 TMM 2010 · 1
Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Garði
Snaran
Snaran eftir móður mína, Jakobínu Sigurðardóttur í Garði í Mývatns
sveit, kom fyrst út árið 1968, en hefur nú verið gefin út á ný í klassíska
kiljuklúbbi Forlagsins. Titillinn einn og sér hefur trúlega hljómað
ískyggilega í eyrum sumra sveitunga minna sem bjuggust líklega ekki
við góðu úr þessari átt. Garsar af frumbyggjakyni þóttu nógu herskáir
og faðir minn of mikill kommúnisti og ekki bætti úr skák þegar mamma
kom til sögunnar. Einhvern veginn held ég að sumum sveitungunum
hafi þótt hún hafa vond áhrif á pabba, þessi kona sem féll ekki að norm
um samfélagsins. Og ekki var hún minni kommi en pabbi. Þetta var
ekki gott á þeim árum þegar fólk var dregið í dilka með og móti Rússum
og þeir sem ekki voru Framsóknarmegin við línuna í átt til hægri voru
nánast útskúfaðir, allavega til íslenskra sveita. Það fengu bæði ég og
systkini mín að reyna á eigin skinni í skólanum, en þá var heimavist
arskóli í sveitinni á næsta bæ við Garð.
Þegar hér var komið sögu, árið 1968, hafði mamma þegar gefið út
nokkrar bækur. Fyrst kom fallega myndskreytta „ævintýrið“ Sagan af
Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur árið 1959, þegar ég var
3ja ára. Ég hafði auðvitað lítið vit á skáldskapnum en þótti gaman að
skoða myndirnar hennar Barböru Árnason. Árið 1960 kom út fyrri
útgáfa kvæðabókarinnar og 1964 komu út smásögurnar Púnktur á
skökkum stað. Þá bók uppnefndu skólabræður mínir auðvitað „pung“ á
skökkum stað, enda hafa Mývetningar jafnan haft næmt eyra fyrir tví
ræðu orðfæri. En Dægurvísa sló öllu við þegar hún kom út árið 1965, því
í henni fyrirfannst víst þvílíkt klám að ýmsum ofbauð. Öldruð frænka
mín í föðurætt, góð og fróm sál og sómakær, var gráti nær er hún heyrði
tvær konur í sveitinni á hljóðskrafi um þær skelfilegu kynlífslýsingar
sem fyrirfyndust í riti þessu, enda þótti frænku blessaðri afskaplega
vænt um mömmu. Eflaust þykir það broslegt nú til dags að einhverjum