Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 51
S n a r a n TMM 2010 · 1 51 hafi ofboðið „klámið“ í Dægurvísu. En þetta var jú árið 1965, frelsi til ásta og kynlífs var ekki alveg komið í tísku og alls ekki í sveitum lands­ ins, ja, nema þá helst í fjárhúsunum. Mamma víkur að þessum viðhorf­ um í bréfi til ömmu: Sjálf viðurkenni ég ekkert klám í þeirri bók, eða neinu sem ég hef skrifað til þessa, þó að samlíf karls og konu verði ekki umflúið, ekki fremur í bók af þessu tagi, en í sjálfu lífinu. En aldrei mun Dægurvísa teljast til „djarfra bókmennta“ og ekki ætlað það hlutverk. En hafi sveitungum, og eflaust einhverjum fleirum, ofboðið orðfæri Dægurvísu þá keyrði um þverbak þegar Snaran kom út 1968. Svo mátti skilja á skólasystkinum mínum að annað eins orðbragð hefði aldrei sést eða heyrst. „Það var að koma út bók eftir mömmu þína, full af klámi og blótsyrðum“, sagði bekkjarbróðir minn fyrirlitlega. Ég var óttalegur ætt­ leri í æsku, ósköp léleg að svara fyrir mig og berjast fyrir rétti mínum, eins og mitt fólk er þó frægt fyrir. Ég var oft miður mín yfir því að vera úr kommúnistafjölskyldu og kannski líka yfir skriftastússi mömmu. Þó voru tilfinningar mínar nokkuð mótsagnakenndar, því ekki var allt neikvætt sem fylgdi þeirri athygli sem bækurnar hennar fengu. Það streymdu til okkar gestir á sumrin, þekktir rithöfundar, listamenn og blaðamenn. Þannig sá ég aðra hlið á frægð mömmu en þá neikvæðu sem sum skólasystkin mín miðluðu mér að heiman frá sér. Eftir því sem kaldastríðshugsunin dofnaði, breyttist einnig afstaða sveitunganna til mömmu og trúlega muna fáir nú til dags eftir þessu viðhorfi sem hér hefur verið lýst, aðrir en við systkinin. Í janúar 1969 sendi mamma bók­ ina til til ömmu minnar. Í bréfinu sem fylgdi segir hún: Ég sendi þér bókina mína, þó hún fái víst slæma dóma, eins og ég reyndar vissi fyrir, einnig að hún myndi naumast afla mér vinsælda. Sennilega hefir þú lítið gaman af að lesa hana, en ég hef náð mínum tilgangi með henni og finnst sjálfri að hún sé vel heppnuð, enn sem komið er. Hvað orðbragðinu viðvíkur, þá er það, eins og raunar flest í bókinni, tekið úr því lifandi orðasafni, sem ég hef að mestu notast við í mínum bókum, sé það „ljótt“ er sökin ekki mín, í þessu tilfelli var það óhjákvæmilegt, engu síður en málfar fólksins í Dægurvísu, til að staðfesta þær myndir sem upp er brugðið í þeim veruleik sem til meðferðar er. Og raunar finnst mér að ég þurfi engan að biðja afsökunar, síður en svo, því viljandi geri ég engum rangt til. En ég hef ekki ætlast til neinnar kjassmælgi af lesendum fyrir Snöruna, enda ekki fengið, síður en svo. Samt sendi ég hana mínum nánustu og við þig get ég sagt, mamma mín, umbúðirnar á Snörunni og Dægurvísu (þ.e.a.s. formið) eru ólíkar, en kjarninn er hinn sami …
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.