Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 59
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n
TMM 2010 · 1 59
kaffihúsum eða öðrum salarkynnum þar sem hægt væri að njóta léttra
veitinga á meðan verkin hljómuðu. Einn helsti hvatamaður að félaginu
var Sigurður Markússon fagottleikari, en aðrir stofnendur voru Einar G.
Sveinbjörnsson, Gunnar Egilson, Ingvar Jónasson, Jón Nordal, Magnús
Blöndal Jóhannsson og Fjölnir Stefánsson; Þorkell Sigurbjörnsson bætt
ist í hópinn þegar hann sneri heim frá námi fáum árum síðar.
Ekki verður annað séð en að nokkur varkárni hafi ráðið verkefnavali á
fyrstu tónleikum Musica Nova í Þjóðleikhúskjallaranum 10. febrúar 1960.
Þar hljómuðu verk eftir Beethoven, Prokofíev, Hugo Wolf og Jacques
Ibert; tveir meistarar 19. aldarinnar deildu sviðinu með samtíðar
höfundum sem ekki töldust framarlega í flokki hinna nýjungagjörnu.
Nokkrum árum síðar, þegar reynsla var komin á tónleikahaldið, gerði
Björn Franzson, eðlisfræðingur og íhaldssamur menningarrýnir sósíal
ista, meinleysislega efnisskrá upphafskonsertsins að umfjöllunarefni:
„Þetta var tiltölulega snjöll herstjórnarlist, eflaust útreiknuð með þann
tilgang í huga, að ekki kæmist styggð að áheyrendum, meðan væri verið
að venja þá við. Áheyrendur komu því til næsta tónleikakvölds í Fram
sóknarhúsinu grunlausir að kalla og uggðu ekki að sér.“ Á þeim tónleik
um var nefnilega enginn Beethoven á boðstólum heldur „grimmileg
atómmúsík því nær frá upphafi til enda, og hámarkið hin elektróníska
atómbomba Magnúsar Bl. Jóhannssonar, sem við sjálft lá, að rjúfa myndi
hljóðhimnur aumra hlustenda“.1
Magnús Blöndal Jóhannsson var sjálfkjörinn forsprakki hinnar
íslensku framúrstefnu á árunum kringum 1960. Hann var fæddur
haustið 1925 og í foreldrahúsum á Skálum á Langanesi var píanó sem
heillaði forvitinn sveitapilt. Magnús hóf formlegt tónlistarnám átta ára
gamall, lærði meðal annars hjá Þórhalli Árnasyni og Helgu Laxness, og
11 ára varð hann yngsti nemandinn sem veitt hafði verið innganga í
Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann var efnilegur og setti markið hátt,
raunar svo hátt að á miðjum vetri 1946 hélt hann út í hinn stóra heim og
fékk inngöngu í Juilliardtónlistarháskólann í New York. Þar nam hann
um fimm ára skeið hjá virtum kennurum og sótti síðar einkatíma í
borginni bæði í píanóleik og tónsmíðum. Þau verka hans sem varðveist
hafa frá námsárunum við Juilliard eru aðallega sönglög og flest hefð
bundin í tóntaki. Seinasta nóttin og Í rökkri (bæði 1950) eru síðróman
tísk í besta skilningi orðsins, í dökkum moll með undiröldu trega og
saknaðar, en eiga lítið skylt við þá vinda sem blésu sterkast í tónsmíðum
eftirstríðsáranna bæði austan hafs og vestan.
Um sama leyti verða straumhvörf og brátt er Magnús farinn að gera
tilraunir með tólftónamúsík í anda Antons Webern. Í þrúgandi uppgjör