Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 76
Á r n i H e i m i r I n g ó l f s s o n 76 TMM 2010 · 1 fyrst tólfunum þegar hin eiginlega dagskrá hófst. Þær voru ófáar síð­ urnar sem blöð og tímarit lögðu undir umfjöllun um atburðinn næstu vikur og því hægara um vik að gera sér mynd af því sem fram fór. Tímaritið Fálkinn birti ítarlega lýsingu sem vert er að vitna í: Nú birtist cellóleikarinn Charlotte Moorman. Það tók hana góða stund að koma sér fyrir og raða upp alls kyns dóti í kringum sig. Hún batt svart teygjuband yfir hálsinn á cellóinu og strauk síðan strengi hljóðfærisins, en inn á milli rauk hún í tækin, sem gáfu frá sér ýmiss konar radíóhljóð. Hún bað um sígarettu og notaði hana til að sprengja eina blöðru, en aðra blöðru sprengdi hún á milli handanna. Ennfremur blés hún í flautur, sem hún hirti af gólfinu. Í næsta verki kom Paik ungfrúnni til aðstoðar. Hann fletti nótnablöðum fyrir hana af mikilli nákvæmni á meðan hún strauk strengi cellósins, blés í flautur, lamdi í alls konar dót og opnaði og lokaði fyrir segulbandstækin. Hún tók lausan trommuhlemm og lét hann svífa yfir senuna, kom þá áhrifaríkur skellur. Allt í einu kallar hún upp yfir sig: Movie! Slokkna þá ljósin að hálfu og kvikmynd birtist á tjaldinu fyrir aftan hana. Á tjaldinu komu myndir af henni sjálfri, þar sem hún var að leika sama verk og hún var að flytja. Paik færði sig nú smám saman úr milliskyrtu og nærskyrtu, en bindið hékk eitt eftir framan á beru brjóstinu. Ungfrúin sló kropp hans með flötum lófa á milli cellóstroka og annarra hljóða. Undir lokin tók hún hamar upp af gólfinu og braut gler á fallegri landslagsmynd, sem var á gólfinu fyrir aftan hana. Paik settist nú við píanóið og sló nokkrar nótur með löngum þögnum á milli – svo löngum, að hann settist við og við út í sal hjá áheyrendum og í eitt skiptið fór hann fram á gang. Í næsta atriði tók Paik pappírsstranga og vatt ofan af honum, lagðist síðan á fjóra fætur og deif höfðinu ofan í fötu með blárri litarupplausn og málaði síðan renninginn með rennblautu höfðinu. Að því loknu tók hann renn­ inginn, setti hann um herðar og háls, settist við píanóið og sló nokkrar nótur. Um leið og hann stóð upp, leysti hann buxurnar niðrum sig svo skein í beran aftur­ hlutann, settist síðan á stól framarlega á sviðinu og sneri afturendanum fram í sal – situr þannig góða stund og mjakar sér hægt og hægt hálfhring á stólnum þar til hann snýr orðið að áheyrendum, stendur upp, gyrðir sig og hneigir sig. Eftir þetta ókyrrðust áheyrendur og gengu sumir út. Í næsta verki lemur hann píanóið enn, stendur upp og makar sig út í hvítri froðu, leggst á fjóra fætur við bala hálffullan af vatni, stingur höfðinu á kaf nokkr­ um sinnum, stendur upp og sezt ofan í balann, fer úr öðrum skónum og buslar í balanum, eys vatni með skónum og drekkur úr honum, gefur frá sér öskur, stígur úr balanum og sezt rennblautur við píanóið með snuð í munni!50 Ekki var allt búið enn. Ungfrú Moor man, klædd bláum náttkjól, klifraði upp stiga og hlammaði sér ofan í mannhæðarháa olíutunnu sem fyllt var af vatni, birtist síðan aftur eftir drykklanga stund rennandi blaut frá hvirfli til ilja og hélt áfram að leika á hljóðfæri sitt. Nú var listelskum heldri borgurum nóg boðið og gagnrýnendum sömuleiðis, þótt þeir gætu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.