Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 79
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n TMM 2010 · 1 79 fljótir að renna í hjólför almenningsálitsins og hann harmaði að þeir skyldu taka svo afdráttarlausa afstöðu gegn gjörningalistinni. Nam June Paik og ungfrú Moorman héldu áfram að ferðast um heim- inn og þau mættu víðast hvar samskonar furðu og á Íslandi. Þó tók steininn úr þegar þau fluttu saman verkið Opéra sextronique árið 1967, til að andæfa því að kynlíf, sem ætti sinn sess bæði í myndlist og bók- menntum, væri enn tabú í tónlistarheiminum. Berbrjósta sellóleikarinn skildi hljóðfærið eftir baksviðs en spilaði á Kóreumanninn í staðinn. Lögreglan tók hana höndum og kærði fyrir siðferðisbrot sem varð til þess að Moorman hlaut heimsathygli um hríð.56 Paik varð síðar merkur vídeólistamaður og prófessor við Listaakademíu Berlínar og lést árið 2006. En gjörningalistin átti skammt eftir ólifað í svo róttækri mynd. Í viðtali árið 2000 kvaðst hann líta á eldri verk sín sem „heimskulega framúrstefnu“, uppátektarsemi áhanganda Cage og þess frelsis sem hann hafði boðað. Tónlistarfræðingurinn Richard Taruskin hefur bent á að margt af framúrstefnu sjöunda áratugarins hafi verið knúið áfram af „hneykslisöfund“, löngun til að komast í sögubækurnar með skandal sem jafnaðist á við Vorblót í París árið 1913, og vissulega varð Paik varð nokkuð ágengt hvað það varðar.57 Í júní hélt Musica Nova síðustu tónleika starfsársins í Lindarbæ og var efnisvalið þá öllu hefðbundnara, Víxl eftir Þorkel frumflutt undir stjórn höfundar, konsert op. 24 eftir Webern í fyrsta sinn á Íslandi ásamt verk- um eftir Luigi Nono og Castiglioni. Eitthvað voru áheyrendur þó hik- andi við að mæta ef marka má frásagnir um dræma aðsókn.58 Sama var uppi á teningnum á tónleikum félagsskaparins um haustið. Þá hélt tutt- ugu og tveggja ára bandarískur fiðluleikari, Paul Zukofsky, sína fyrstu tónleika á Íslandi og stóðu Musica Nova og Tónlistarfélagið að þeim í sameiningu. Þorkell Sigurbjörnsson lék með á píanó og á efnisskránni voru tónverk eftir Crumb, Ives, Webern og Leif Þórarinsson. Zukofsky vann síðar drjúgt starf í þágu íslenskrar tónlistar og eignaðist hér marga fylgismenn, en á þessum fyrstu tónleikum hans héldu áheyrendur sig fjarri. Fjölnir Stefánsson dáðist að fiðluleiknum en honum þótti aðsókn- in skammarleg og Jón Þórarinsson tók í sama streng, harmaði að flestir Tónlistarfélagsmenn hefðu setið heima en gat ekki stillt sig um að geta sér þess til að ástæðan tengdist gjörningnum um vorið: „Hér fór enginn maður úr buxunum, hvorki í eiginlegri né óeiginlegri merkingu.“59 Atli Heimir var þó ekki af baki dottinn og næstu árin mátti greina áhrif framúrstefnu og gjörningalistar í verkum hans. Eitt athyglisverð- asta píanóverk sjöunda áratugarins að undanskildu Sonorities Magnúsar Blöndal er Mengi frá árinu 1966. Líkt og í tilviljanaverkum Johns Cage
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.